Færsluflokkur: Bloggar

Icelandair : Skandall

Það er með ólíkindum hvað Icelandair stendur sig ekkert gagnvar viðskiptavinum sínum.  Vegna aðstæðna á Glasgow International Airport vissum við að allt yrði í öngveitum og veseni á flugvellinum á Sunnudag, daginn eftir voðaverkið.  Seinni part laugardags og fram á kvöld vorum við límd við sjónvarpið uppi á hóteli að reyna að fá sem mestar upplýsingar.  Við höfðum aðganga að tölvum á hótelinu og bróðir minn var einnig með tölvuna sína meðferðis, þannig að við gátum fengið aðgang fyrir hann líka frá hótelinu.  Á laugardaginn prófuðum við síður BAA í Glasgow, Icelandair.is og Icelandair.co.uk.  Ekki nóg með það, skoðuðum við ruv.is, visir.is, mbl.is og bbc.co.uk allt til þess að fá sem mestar upplýsingar og til að vita hvað við ættum að gera og við hverju við máttum búast við hjá Icelandair.  Það var engar upplýsingar að fá.  ALLS ENGAR.  Við vöknuðum svo klukkan sjö að staðartíma og kveiktum á fréttunum.  Þá var flugvöllurinn ennþá lokaður og enginn vissi hvenær hann yrði opnaður aftur.  Um átta komu hins vegar þær fréttir frá BBC 1 að flugvöllurinn væri búinn að opna og við drifum okkur að ganga frá og í morgunmat, á meðan notaði ég tækifærið og fór á netið á hótelinu og fór á síðurnar hjá Icelandair bæði heima og í Bretlandi.  Ennþá voru engar fréttir fyrir Íslendinga í Glasgow komnar upp á síðuna, ekkert sem sagði okkur að það yrði flug eða hvert við ættum að fara eða snúa okkur í sambandi við að fá þessar upplýsingar. 

Við drifum okkur út á völl í leigubíl og bílstjórinn hafði orð á því að þeir hefðu heldur engar upplýsingar fengið frá sínum félögum í sambandi við ástandið á flugvellinum.  Hvort okkur yrði einu sinni hleypt af motorveginum inn á flugvöllinn og hvernig væri með aðkomu bíla þar.  En sem betur fer komumst við inn á flugvallarsvæðið, þó það væri nokkuð frá flugvallarbyggingunum.  Þegar þar var komið fengum við engar upplýsingar og okkur bara bent á að fara í „röðina"! Einmitt, þessi „röð" var mílu löng eða meira.  Við gengum endalaust og mamma sem gengur við hækjur átti í mesta basli við þetta og var nærri búin að gefast upp nokkrum sinnum á leiðinni.  Ég mætti lögregluþjóni á leiðinni og spurði fyrir hvort það væru einhver úrræði fyrir fólk sem ætti erfitt með ganga, hvort það væru hjólastólar eða eitthvað fyrir þau,en hann vissi ekki til um það.  Hann ætlaði samt að hafa okkur í huga ef eitthvað slíkt kæmi.  Við komumst í röðina að lokum, þegar við vorum næstum búin að ganga aftur í miðbæinn í Glasgow og sem betur fer rétt hjá sjoppu.  Þannig að ég fór í biðröð þar að reyna að fá drykkjarföng handa liðinu enda vissum við ekkert hversu lengi við myndum vera þarna.  Ég var um hálftíma í biðröðinni og á meðan færðist fjölskyldan upp um nokkra metra.  Nokkrum mínútum síðan kemur lögreglumaðurinn sem ég hafði talað við fyrr um morguninn og lét mig vita hvar ég gæti nálgast hjólastól þannig að ég rauk af stað með honum þar til hann vísaði mér veginn að skúr sem hafði nokkra að geyma.  Ég er honum rosalega þakklát, því ég er alveg á því að vegna þess að við fundum þennan hjólastól þá komumst við heim.  Ég rúllaði stólnum til mömmu sem fékk sæti og svo fórum við að rúlla öllu liðinu af stað.  Við vorum sex í ferðinni og með farangur sem passaði við það, mamma á hækjum, pabbi sem á erfitt með gang, Katrín litla frænka mín sem er að verða sex ára, faðir hennar og bróðir minn, kona hans og svo ég.  Þannig að þetta var enginn smá hópur.  Af einskærri heppni fengum við hringingu frá einum sem var kunnugur þarna og gat hann látið okkur vita að vélin væri líkleg til flugtaks eftir 40 mínútur.  Við náttúrlega sáum það að við myndum aldrei ná að hliðinu á 40 mín úr þessari röð, þannig að ég fór af stað að reyna að finna einhvern sem gat gefið okkur upplýsingar.  Í heljarinnar kös þar sem verið var að hleypa fólki inn í flugstöðina fann ég mann sem gat sagt mér það að Icelandair væri að hleypa um borð og að við ættum að koma hið snarasta.  Þannig að ég hringi í bróðir minn og segi þeim að koma hið snarasta og ég fer á móti þeim líka til að hjálpa þeim með farangurinn og allt.  Og okkur er hleypt í gegn, á leiðinni inn í flugstöðina hitti ég konu sem ég spyr um upplýsingar og þá segir hún mér að það sé búið að loka fluginu.  Og ég þarna bara babblandi nei,nei, nei, við getum ekki verið að koma of seint og bið hana bara alveg í öngum mínum að hafa samband við þau og láta þau bíða eftir okkur sem hún gerir og lætur þá vita af mömmu í hjólastólnum.  Okkur er bent á að fara beint í innritun og við náum þangað og þar segja þau okkur að róa okkur bara að þetta takist allt.  Við fengum flugmiðana í hendurnar og þurftum að fara hálfa leiðina til baka til að fara í lyftu upp á aðra hæð og fara þar inn ganga og út í International flights.  Þegar við komum þangað og vörum að labba eftir göngunum finnum við þessa megnu bensín- og bruna lykt allt í kring og miðað við hvað ég hef oft farið hér um þá fattaði ég strax að við erum að labba bara yfir staðinn þar sem bíllinn keyrði á innganginn á flugstöðina.  Það var búið að mála fyrir gluggana sem betur fer annars hefði maður bara stoppað og starað held ég.  En við bara drifum okkur áfram sem mest við máttum, og nú var það bara mamma á hjólum sem við þurftum að hafa áhyggjur af búin að losna við farangurinn inn í tékk.  Forum á fúllspítt í gegnum öryggishliðið og út að hlið númer 27C þar sem okkur er smalað í rútu sem ók okkur út í flugvél.   Ég hef aldrei hlaupið eins mikið eða hraðað ferð minni eins og þarna og upplifað aldrei eins mikið svitabað og þetta.  Að við skildum bara yfir höfuð hafa náð fluginu get ég aldrei verið nógu þakklát guði fyrir.  Allir starfsmenn á flugvellinum voru svo hjálpfúsir og almennilegir og meira að segja fólk almennt þarna á flugvellinum, allt af vilja gert að koma manni í gegn og aðstoða.  Við sátum svo á tvist og bast um vélina á leiðinni heim en okkur stóð bara nákvæmlega á sama hvar við lentum því við vorum bara svo rosalega ánægð að komast heim.  Aftur á móti þegar við komum að hliðinu inn í flugið þá þurfti nú ein af starfsmönnum Icelandair þarna úti að kommenta á það af hverju við hefðum ekki komið fyrr allir aðrir hefðu skilað sér inn.  Þeir hafa þá verið heppnari en við því við vorum bara skilin eftir óáreitt í kílómetralangri biðröð með engar upplýsingar eða neina hjálp.  Ekki beint athugasemd sem við þurftum að fá flengda framan í okkur eftir allt sem við vorum búin að standa í.  Og sérstaklega ekki í ljósi þess að svo kom á daginn að Icelandair hafði samt skilið einhverja 30 farþega eftir í Glasgow.  Ég þori að veðja að það hafi verið út af því að engar upplýsingar var að fá hvert og hvenær fólk ætti að fara á einn eða annan stað þarna. 

En við vorum guðsfegin að komast heim og svo seinna um daginn þá settist ég fyrir framan tölvuna mína og fór að skoða netsíður og ýmislegt og þar á meðal hjá Icelandair.  Hjá Icelandair.is fékk ég þessar upplýsingar:

Flug til Glasgow 1. júlí 2007

30.06.2007 23:47

Í kjölfar atburða sem áttu sér stað í Bretlandi laugardaginn 30. júní 2007, hefur viðbúnaðarástand verið hækkað og öryggisgæsla hert á breskum flugvöllum.

Flug til Glasgow sunnudaginn 1. júlí 2007 fór á tilsettum tíma en lenti á Terminal 2 í stað Terminal 1. Búast má við einhverjum seinkunum á fluginu frá Glasgow til Keflavíkur.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast með komu og brottfarartímum á vefsíðu Icelandair og á textavarpi Ríkissjónvarpsins.

Það get ég svarið fyrir að þetta var ekki komið upp þegar bróðir minn og ég vorum að vafra á netinu kvöldinu áður og ofan á það eru engar hjálplegar upplýsingar að fá þarna.

Á síðu Icelandair.co.uk fékk ég þessar upplýsingar:

Flights to and from Glasgow on July 1st 2007.

01.07.2007 00:15

Following the events in Britain on June 30th 2007, the security level has been raised to its highest level in Britain. The Icelandair flight from Keflavik to Glasgow on July 1st 2007 went as scheduled but there will possibly be some delays from Glasgow til Keflavik. Passengers that have booked a flight to or from Glasgow today are encouraged to watch for further updates on the Icelandair website.

Sama sagan þarna, þetta var ekki komið upp þegar við vorum að leitast eftir upplýsingum og þær sem eru gefnar eru af frekar skornari skammtinum.  Á síðunni var heldur ekki gefið upp neitt símanúmer sem fólk gæti haft samband við í svona tilfelli og þau númer sem við reyndum voru ýmist á tali, við fengum símsvara eða bara alls enga svörun. 

Það var ekki að gæta neins óróleika í sambandi við það sem hafði skeð á flugvellinum en óvissan um hvernig við ættum að komast heim, ringulreiðin og skipulagsleysið á flugvellinum var með því móti að við vorum farin að örvænta um að komast heim.  Og við vissum ekkert hvert við áttum heldur að snúa okkur í þeim efnum ef svo bæri undir því þær upplýsingar var heldur ekki að fá á síðu Icelandair svo auðfundið væri ef einu sinni til staðar.  Verð að játa að ég hef ekki skoðað það.  En bara það að þeir gátu ekki gefið þá öryggislínu að geta haft val um að ná í einhvern þegar maður lendur í svona óvissu um flug og annað, mér finnst það fáránlegt.  Það eina sem við vissum yfir allan morguninn var það að flugið frá Íslandi væri farið af stað til Glasgow og einungis þess vegna ákváðum við að fara út á flugvöll og láta reyna á það að komast heim.  En hvergi fengum við upplýsingar um að við mættum fara í gegn eða að flugið væri að fara eða neitt slíkt.  Þeir mega svo sannarlega reyna að bæta samskipti sín við viðskiptavini og farþega þegar svona kemur upp á.  Það var svo ekkert skipulag á flugvellinum þarna úti að Icelandair bætti ekki úr. 

Ég veit það núna að samskipti við fólk Icelandair heima og úti í Glasgow voru ekki með besta móti og oft á tíðum náði það ekki sambandi en þeir sem voru á vegum Icelandair úti í Glasgow voru bara alls ekki að standa sig gagnvart farþegum Icelandair sem voru staddir þarna í kaosinni á flugvellinum.

Google earth er nokkuð sniðugt fyrirbæri verð ég að segja og hér fyrir neðan er mynd úr þessu forriti þar sem þið getið séð röðina sem við lentum í.  Upphafspunkturinn er þar sem við komumst í röðina hún var svo miklu lengri og fleiri á eftir okkur.  Rauða línan er sú leið sem við löbbuðum, reyndar má segja að við löbbuðum þessa línu tvisvar sinnum (og ég aðeins oftar) því þegar við komum út á völl var okkur sagt að fara aftast í hana og svo þurftum við að labba til baka.  Ég fór að minnsta kosti tvær aðrar ferðir fram og til baka eftir þessari röð, bæði með hjólastólinn og svo með fréttirnar að við mættum fara inn.  Svo leiðin frá því að tékka okkur inn og út í flugvél er hálfur kílómeter í viðbót og er hún sýnd með blárri línu.  Enda eftir þessa ferð var ég komin vel frammúr því að taka verkjalyf, ég fann svo mikið til alls staðar að líkaminn vissi ekkert hvað hann átti að biðja um.

Glasgowflugvollur

 


Strondud i Glasgow i bili

Va thad er aldeilis thegar madur fer i ferdalog i dag.  Bara fost i Glasgow og veit ekkert hvert aframhaldid er.  Thad eru engar upplysingar komnar upp fyrir okkur sem eiga flug a morgun.  Thad er bara buid ad lata okkur vita ad flugvollurinn er lokadur og engin flug naestu 24 timana.  Vid eigum lika ad hafa samband vid flugfelogin okkar en thau bjoda ekki upp neinar frettir a sidunum sinum, ne heldur eru their opnir um helgar.  Hjalplegt.  En thad undarlega vid thetta allt saman er ad eg er bara sallaroleg yfir thessu ollu saman, thad er helst mamma sem er eitthvad stress en ekki furda, thvi mamma og pabbi eiga ekki svo audvelt ad ferdast og ef thad reynist eitthvad flokid ad komast heim gaeti thad reynts theim erfitt.  Thannig ad theirra vegna vona eg ad allt blessist.

Annars er buid ad vera geggjad og svaka fjor og frettir og myndir ur utskriftinni seinna meir thegar eg kemst i almennilega tolvu.


mbl.is „Hryðjuverk" á flugvellinum í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chan eil feum air feallsanachd far an dean thu chùis le do phrosbaig.

,, you don’t need philosophy / where you can make do with binoculars."

Ég var að fá bréf!!!  Ekki svo merkilegt kannski en innialdið voru geggjað spennandi fréttir fyrir svona gelísku nörd eins og mig.  Þetta var boð í smá teiti fyrir útskrift í deildinni minn fyrir mig og fjölskyldu mína.  Svo fyrir neðan kom þessi litla klausa;

,,You may also wis to know that the Gaelic poet Ruaraidh MacThómais will be receiving an Honorary Doctorate at your graduation ceremony, so the event promises to be particularly special."

Úúúúú, ég fæ að hitta (eða allavegana að sjá) sjálf ljóðskáldið sem ég er að hampa hérna á síðunni.  Hann er rosalega gott ljóðskáld er rosalega hrifin af verkum hans.  Hann kenndi meira að segja einu sinni við Háskólann í Glasgow við Keltnesku deildina (þá sem ég er að stunda nám við) frá 1963 - 1991.  Mér finnst þetta geggjað.  Þetta er eins og fyrir Star Wars aðdáendur að hitta George Lucas eða Darth Vader, eða fyrir kaþólikka að hitta Páfan.  Jeminn hvað ég er mikill nörd.

Bara til að hræða ykkur ekkert rosalega þá er línan hérna fyrir ofan úr ljóði eftir Ruaraidh MacThómais (Dereck Thomson) Sumar á Lewis (Ljóðhúsum);

Leodhas as t-Samhradh

An iarmailt cho soilleir tana
mar gum biodh am brat-sgàile air a reubadh
‘s an Cruthadhear ‘na shuidhe am fianuis a shluaigh
aig a’bhuntat ‘s a sgadan,
gun duine ris an dean E altachadh.
‘S iongantach gu bheil iarmailt air an t-saoghal
tha cur cho beag a bhacadh air daoine
sealltainn a-steach dha’n an t-sìorruidheachd;
chan eil feum air feallsanachd
far an dean thu chùis le do phrosbaig.

Lewis in Summer

The atmosphere clear and transparent
as though the veil had been rent
and the Creator were sitting in full view of His people
eating potatoes and herring,
with no man to whom He can say grace.
Probably there’s no other sky in the world
that makes it so easy for people
to look in on eternity;
you don’t need philosophy
where you can make do with binoculars.


Gelíska í dag

Írska; í daglegu tali er talað um írsku (irish) en ekki gelísku (gaeilge), en það er talað um gelísku í Skotland(enska: gaelic; gelíska: ghádligh).  Þannig að á Írlandi er töluð írska og í Skotlandi er töluð í Gelíska.  Skoska er svo annað mál (eða réttara sagt mállýska).

Í dag standa bæði Írland og Wales framalega í því að reyna að endurvekja tungumál þeirra og auka menntun í tungumálum þeirra.  Skotland stendur þar langt að baki og hefur ekki tekist eins vel til endurvakningar á áhuga á gelísku þar eins og hjá nágrönnum þeirra og frændum.

Írska er opinbert tungumál Írland og síðan 1. Janúar 2007 er írska einnig orðin að opinberu tungumáli hjá Evrópusambandinu.  Til gagns má bæta við að írskan er eina opinbera tungumálið í Evrópusambandinu þar sem enskan (eða annað tungumál) er yfirsterkara.

Þegar talað er um ,Irish speakers‘ er átt við þá sem tala og skilja írsku, en án þess þó endilega að nota hana dags daglega í samskiptum sínum.  Árið 2002 í Apríl voru 1.570.894 talendur írsku á móti 2.180.101 sem tala ekki írsku.

The Irish Language Today - Facts and Figures

pc_irish_speakers
Figure: Percentage of Irish speakers in Ireland.
Copyright IrishGaelicTranslator.com 2007. Based on source data by the CSO.

Á þessari töflu sést að það hefur orðið aukning á ári til árs á þeim sem tala írsku, hvort sem það er sem fyrsta mál eða annað.   Einnig bendi ég á síðu Wikipedia um írsku sem góða lesningu um tungumálið og hverjir tala það í dag.

Í Skotlandi, snúa málin öðruvísi.  Ástæðurnar fyrir því að þessi tungumál hafa átt erfitt uppdráttar eru bæði margar og flóknar og ekki auðvelt að rekja í einni bloggfærslu, heldur verður það efni í fleiri.  En hægt er að segja það að þar að baki er bæði pólitik og sálfræði í gangi sem á sér mörg hundruð ára sögu og er hún mismunandi eftir því hvaða land við á að sinni.  En eflaust er hægt að segja með sanni að verst úti hafa Skotar orðið varðandi viðhald á tungumáli sínu og mun ég vonandi skrifa færslu um það von bráðar.

Census 2001 Scotland: Gaelic speakers by council area

Council Area

Total pop 91 Total pop 2001 Change 91-01Gaelic sp 91Gaelic sp 01Change 91-01
Aberdeen City 204,885 212,125+ 7,2401,134 1,420 + 286
Aberdeenshire 215,387 226,871+ 11,484 887  
Angus 107,740 108,400 + 660 483  
Argyll & Bute 91,968 91,306 - 662 4,877 4,158 - 719
Clackmannanshire 47,679 48,077 + 398 268  
Dumfries & Gall 147,805 147,765 - 40 515   
Dundee City 149,877 145,663 - 4,214 593 545 - 48
East Ayrshire 122,455 120,235 - 2,220 378   
E. Dumbartonshire 109,400 108,243 - 1,157 966   
East Lothian 84,114 90,088 + 5,974 322   
E. Renfrewshire 85,252 89,311 + 4,059 543   
Edinburgh City 418,748 448,624 + 29,876 3,089 2,132 - 957
Eileanan Siar 29,600 26,502 - 3,098 19,546 15,723 - 3,823
Falkirk 141,145 145,191 + 4,046 518   
Fife 341,199 349,429 + 8,230 1,477   
Glasgow City 606,805 577,869 - 28,936 6,018 5,731 - 287
Highland 204,004 208,914 + 4,910 14,713 12,069 - 2,644
Inverclyde 90,103 84,203 - 5,900 461   
Midlothian 79,011 80,941 + 1,930 227   
Moray 83,616 86,940 + 3,324 470   
North Ayrshire136,875 135,817 - 1,058 596   
North Lanarks 323,826 321,067 - 2,759 1,070   
Orkney Islands 19,612 19,245 - 367 92   
Perth & Kinross 126,231 134,949 + 8,718 1,403 1,463 + 60
Renfrewshire 173,304 172,867 - 437 1,007   
Scottish Borders 103,881 106,764 + 2,883 460   
Shetland Islands 22,522 21,988 - 534 105   
South Ayrshire 112,658 112,097 - 561 483   
South Lanarks 299,998 302,216 + 2,218 1,216   
Stirling 78,833 86,212 + 7,379 826   
W. Dumbartons 96,062 93,378 - 2,684 668   
West Lothian 143, 972 158,714 + 14,742 567   
SCOTLAND 4,998,567 5,062,011 + 63,444 65,978 58,552 - 7,426
Sources: The Scottish Office (1996) The New Councils, Tables 4, 5: Residents knowing Gaelic;

 Í þessari töflu sést að frekar en að þeir sem tala gelísku í Skotlandi fari fjölgandi, fer þeim fækkandi.

Skotland er þó að reyna að bregðast við, þá sérstaklega með kennslu á gelísku í leikskólum og barnaskólum.  Þá er hægt að velja um skóla sem kenna eingöngu á gelísku eða kenna á gelísku meðfram ensku.

Flestir sem ég hef kynnst í gegnum námið í Skotlandi hafa haft orð á því að þeim finnst mjög merkilegt að ég eigi mér annað tungumál heldur en bara enskuna.  Þær sem hafa fylgt mér í gegnum tvö ár í Gelísku, tvö ár í forn írsku og svo ár í forn welsku, eru sammála því að það er nauðsynlegt að kunna fleiri mál en bara móðurmálið.  Einnig finnst þeim slæmt að hafa misst af þeim möguleika að geta lært gelísku strax á barnaskólaaldri eins og börn fá tækifæri í dag.  Vinkona mín er einmitt ákveðin í því að þegar og ef hún eignast nokkurn tíman börn muni þau fá tækifæri á að kynnast tungumáli lands síns.  Svo er einmitt alltaf sniðugt að geta brugðið sér til útlanda og kjaftað sín á milli án þess endilega að sá sem næst þér og þínum standi skilji hvað þú ert að tala um.


Bókmenntir fyrir alla

Ekki get ég að því gert að fólk kunni ekki að lesa eða gefist upp á bloggskriftum mínum.  Bókmenntir eru fyrir alla.  Aftur á móti er mögulegt að þetta er ekki ein sú auðveldasta saga til lesningar ef verið er að leita að dýpri merkingum.  Ekki ætlaðist ég nú til þess að setja fólk í sálarþröng við lesturinn.  Einungis til skemmtunar ef hún fyndist og einnig til fróðleiks fyrir landann.  Það eru ekki ýkja margar sögurnar sem við höfum frá miðöldum Írlands og er það skömm hvað við þekkjum lítið til nágranna okkar í Skotlandi, Írlandi og Wales.

Sagan um Liadan og Cuirithir er með þeim stystu sem ég þekki og fannst tilvalið að byrja á henni.  Hún er ekki þýdd af mér á sem þýðastan hátt enda er ekki ætlunin til þess.  Heldur að fylgja upprunalegum texta sögunnar sem best málfarslega séð.  Þegar laggst er í þýðingar á svona sögu þarf að hafa í huga að um er að ræða þýðingu úr tungumáli sem ekki er lengur talað og þess vegna eru ýmis orð sem bæði geta verið óræðin í merkingu og óútskýrð.  Þess vegna er að mörgu leyti erfitt að lesa sum ljóðanna.  Ef ég gæfi mér tíma í að útskýra söguna og kafaði dýpra í merkingu sögunnar og orðanna á bak við, þá hafa lesendur þessarar bloggsíðu virkilega undan einhverju að kvarta enda væri það ritgerð upp á nokkrar blaðsíður.  En ég get líka lofað að það mun einhvern tíman birtast á prenti eftir mig þar sem ég er þegar byrjuð að vinna í þýðingum á fleiri sögum.

Þessi saga er að mínu mati mjög falleg og einlæg.  Það eru kaflar í henni sem ekki eru aðskildir, hvort sem maður er lærður í efninu eða ekki.  Í textanum er að finna fullt af vísun í lagatexta og hver staða bæði Liadan og Cuirithir er í samfélaginu á þeim tíma sem saga gerist skiptir máli fyrir söguþráðinn.  Það er kannski ekki auðvelt að lesa sögu og skilja lítið hvað er í gangi en það gerir ekkert til að reyna og læra kannski eitthvað í leiðinni og hugsanlega að vekja upp áhuga á að læra meira og skilja meira.

Endilega kíkið á textann og ekki hafa áhyggjur af að hann sér torskilinn, það er víst.  En það ætti samt ekki að vera erfitt að lesa sig í gegnum hana og skilja einlægnina og gamansemina í sögunni.


Ég er ekki svo dugleg

Ég sé það að ég er ekkert dugleg að blogga.  Allavegana ekki undanfarið og þá sérstaklega ekki hérna.  Á ennþá eftir að venjast því að vera að blogga svona fyrir alþjóð, hitt bloggið mitt er svo fínt, því þar eru bara vinir og vandamenn að böggast út í mann.  Fólk sem þekkir mann inn og út, og jafnvel þeir láta mig að mestu vera í friði.  Ég hef verið að skoða ýmislegt á mogga blogginu og verð að segja það að það eru margir hörundsárar sálir hérna tilbúnar til að misskilja, móðgast og atast út í athugasemdir og færslur hjá höfundum.  Ég er svoddan aumingi að ég á erfitt með að taka gagnrýni.  Það kemur eflaust eitthvað frá föðurfjölskyldunni minni, enda er hún stór furðuleg með meiru.  Bara sem dæmi, um að lítast illa á gagnrýni, þá er ég núna að bíða í ofvæni eftir einkunum úr lokaprófunum mínum.  Það veltur allt á þeim hvort ég útskrifist núna í lok júní eða ekki.  Síðan 1. maí kom hef ég verið á netinu á hverjum einasta degi, meira að segja um helgar, að athuga hvort að einkunnirnar væru nú loksins komnar, en ekkert bólar á þeim ennþá.  Og núna þegar júní er skollinn á og ég veit að það fer að styttast enn meira í að ég fái einkunnirnar blessuðu, þá er eiginlega sú tilfinning mest hjá mér að mig langar bara ekkert til að fá einkunnirnar.  Þá veit ég hvað ég var að klúðra miklu og ef ég hef ekki staðið mig nógu vel þá tek ég þetta sem gagnrýni á mig, hversu arfa vitlaus og heimsk ég var að ráða ekki við prófið betur en þetta.

En mér finnst gaman að blogga, ekki það.  Mér finnst líka gaman af athugasemdum, en ég er bara svo vön að vera að blogga bara um mig og hvað ég er að bralla að ég veit ekki hvernig ég á eftir að pluma mig með að tjá mig um málefni líðandi stundar.  Svo er hryllilegt hvað mér finnst erfitt að blogga á íslensku.  Ég reyni að vanda mig eftir bestu getu en enskan er eitthvað orðinn svo stór partur af mér að mér reynist þetta örðugt.  Samt vil ég eftir megni tala og skrifa góða íslensku.  ´

Þess vegna finnst mér leiðinlegt þegar ég er að skoða blogg hjá skemmtilegum bloggurum sem leggja sig í mun við að skrifa góða íslensku og fjalla um íslensk mál, hversu mikið þeir eru gagnrýndir fyrir það einmitt að vilja tala og skrifa fallega og góða íslensku.  Það er eins og það sé í tísku að vera illa máli farinn og fyrir suma er það mikið mál, jafnvel jafnréttismál, að þræta fyrir það að það eigi ekkert að vera að gagnrýna aðra eða reyna að fá fólk almennt til að leiðrétta leiðinlegt mál.  Það eru ófá tungumál sem ég hef lagt nám á í gegnum tíðina; íslenska, danska, enska, franska, þýska, gelíska (skosk nútímatunga), forn írska og forn welska.  Ég hef einstaklega gaman af tungumálum og er sannfærð um að ef þú vilt geta tjáð þig sem best, hvort sem það er á þinni eigin tungu eða öðru framandi máli þá skiptir miklu máli að kunna að nota málið og nota það rétt.  Það er ekkert rosalega fallegt eða skemmtilegt að heyra fólk illa talandi á sinni eigin tungu en finnast það bara allt í lagi af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.  Allavegana hef ég aldrei heyrt góða afsökun eða ástæðu frá þeim sem eru ósáttir við gagnrýni um málfar.

Jæja, ætli það sé ekki komið gott í bili.  Ég er búin að rembast eins og rjúpan við staurinn að reyna að koma þessum pistli skilmerkilega til skila.  Eflaust á hann eftir að koma illa við einhverja, enda hafa þeir aldri átt erfitt með að tjá sig, sá hópur blogg lesara.  En ég er að gefast upp og ætla að fara að hvíla mig á íslenskunni augnablik.  Veit að þegar mig er farið að langa að skrifa "kvíla mig" og "mig lángar" á blað þá ætti ég að fara að sofa.


Meistari ...eða ekki

Ég hef unun af spurningaþáttum, en vil þó helst að þeir uppfylli ákveðin skilyrði.  Ég var að horfa á Meistarann í gær og verð að segja að ég var allt annað en ánægð.  Í þættinum var birt mynd af manni og spurt var hvar hann væri leiðtogi lands og honum var gefinn titillinn ,seashjokk' (að því er ég best heyrði, en ég verð að játa að mér finnst Logi Bergmann ansi góður að tuldra og er oft illa frambærilegur málrómur hjá honum og því illskiljanlegur).  Ég þekkti strax hver maðurinn var og var þetta Bertie Ahern forsætisráðherra Írlands.  Þess vegna skildi ég bara ekkert í þessu orði sem Logi Bergmann var að troða upp á manninn og sama hvað ég reyndi gat ég ekki með nokkru móti skilið hvernig þetta ,seashjokk' orð ætti að líta út á írsku*.  Reyndar get ég svarið fyrir því að Bertie Ahern forsætisráðherra Írlands hefur ekki titil sem hljómar svona heldur er það réttilega 'Taoiseach'.

 Ég hef hérna fengið hjálp frá Wikipediu í sambandi við hljóðfræðina á þessu orði en það er svona: An Taoiseach (/ˈtiːʃɒx/ or /ˈtiːʃɒ/) — fleirtala: Taoisigh (/ˈtiːʃiː/ or /ˈtiːʃɪg/) (ef við förum aulaleiðina þá er þetta nokkuð skonar svona framburður [toj-sje-och(x)]! Þetta orð er notað yfir forsætisráðherra eða leiðtoga landsins.  Og endirinn á orðinu er mjúkur, ekki eins og K-hljóð heldur eins og mjúkt G-hljóð (sag) eða X-hljóð.

Betur er hægt að fræðast um þennan titil og írska þingheiminn hérna; Wikipedia og svo má læra meira um forsætisráðuneyti Írlands hérna; Roinn an Taoisigh.

*írska; í daglegu tali er talað um írsku (irish) en ekki gelísku (gaeilge), en það er talað um skosku sem gelísku (enska: gaelic; gelíska: ghádligh).  Þannig að á Írlandi er töluð írska og í Skotlandi er töluð í Gelíska.  Skoska er svo annað mál (eða það má frekar tala um mállýsku í því sambandi).


Eurovision spá

+15°C / 59°F
This is as warm as it gets in Iceland, so we'll start here.
People in Spain wear winter-coats and gloves.
The Icelanders are out in the sun, getting a tan.
+10°C / 50°F
The French are trying in vain to start their central heating.
The Icelanders plant flowers in their gardens.
+5°C / 41°F
Italian cars won't start.
The Icelanders are cruising in Saab cabriolets.
0°C / 32°F
Distilled water freezes.
The water in Hvita river gets a little thicker.
-5°C / 23°F
People in California almost freeze to death.
The Icelanders have their final barbecue before winter.
-10°C / 14°F
The Brits start the heat in their houses.
The Icelanders start using long sleeves.
-20°C / -4°F
The Aussies flee from Mallorca.
The Icelanders end their Midsummer celebrations. Autumn is here.
-30°C / -22°F
People in Greece die from the cold and disappear from the face of the earth.
The Icelanders start drying their laundry indoors.
-40°C / -40°F
Paris start cracking in the cold.
The Icelanders stand in line at the hotdog stands.
-50°C / -58°F
Polar bears start evacuating the North Pole.
The Icelanders navy postpones their winter survival training awaiting real winter weather.
-60°C / -76°F
Myvatn freezes.
The Icelanders rent a movie and stay indoors.
-70°C / -94°F
Santa moves south.
The Icelanders get frustrated since they can't store their Brennavinn outdoors.
The Icelanders navy goes out on winter survival training.
-183°C / -297.4°F
Microbes in food don't survive.
The Icelandic cows complain that the farmers' hands are cold.
-273°C / -459.4°F
ALL atom-based movement halts.
The Icelanders start saying "it's cold outside today."
-300°C / -508°F
Hell freezes over,
Iceland wins the Eurovision Song Contest.


Snilldarfærsla kapút

Það er svo margt um að vera hjá mér að ég ætlað að reyna að hnipra nokkrum setningum niður á blogg færslu.  Það gekk framan af bara vel og svo var ég búin að klára að ég taldi og fór í að vista færslu og svo bara kapút, ekkert og færslan farin til fj...  Þannig að nú verð ég að byrja upp á nýtt og er algjörlega andlaus.

Gerðist svo fræg í gær að panta útskriftarfötin mín á netinu.  Skikkju og trefil, á eftir að líta út eins og Harry Potter barasta, eða frekar eins og Hermione Granger því að ég tilheyri víst kvenkyninu.  Tók mig til og pantaði ljósmyndatöku líka. Ooo, ég er að verða spennt, nú er bara að vona og sjá hvort ég hafi ekki náð öllum prófunum og fái að útskrifast.

Svo er ég byrjuð í vinnunum mínum.  Jamm þær eru tvær í ár.  Ég er samt svo heppin að þetta eru þannig vinnur að ég fæ að ráða mér sjálf mikið til með tímann sem ég er að vinna.  Sem þýðir að ég dúkka bara upp hér og þar hjá vinnuveitendum mínum að óvörum.  Í báðum vinnunum er ég mikið í tölvunni og þeirri sem ég var í í dag snýst málið mikið um innslátt af alls konar upplýsingum, þannig að það er gott að taka sér frí inn á milli.  Þannig að ég er komin með skrifborð inni í litlu herbergi sem ég fæ að hafa fyrir mig sjálfa þar sem ég get dundað mér að rannsóknar og þýðingar vinnu.  Byrjaði einmitt í dag.  Er búin að þýða heila málsgrein úr welsku yfir á íslensku og er að styðast við 2 aðrar útgáfur á ensku við það.  Svaka fjör og mikið gaman.  Þetta verður heljarinnar gaman og skemmtileg vinna og ég á eftir að missa mig í að skipuleggja og raða og ganga betur frá heimildum og upplýsingum á staðnum líka.  Algjörlega ákkúrat eitthvað fyrir mig. 

 


Búin að vera of lengi í útlandinu

Það er greinilegt að ég er búin að vera of lengi í útlöndum því að nú á ég erfitt með að skilja einföldustu setningarnar.  Oft getur það verið frekar kómískt, ekki svo gott þegar það á við frekar alvarlegar fréttir en það er erfitt að standast það að deila þessu með fjöldanum.

Þessi titill er á grein á síður FreedomFries sem ég var að glugga í.

American "Family" Association kennir skorti á rasskellingum um fjöldamorðin í Virginíu

Þetta er frekar alvarlegt mál en þegar ég var að lesa yfir titilinn rak ég augun í orðið 'rasskellingum' og ég í minni einlægu heimsku gat ekki með nokkru móti áttað mig á þessu orði og skildi ekkert hvernig kerlingar þetta væru.  Hvað í ósköpunum væru 'rass- kellingar'.  Ég verð að viðurkenna að ég varð frekar skömmustuleg þegar ég loksins fattaði hvaða orð ég væri að klúðra svona svakalega.  En svona er ég nú doltið vitlaus stundum.  Allir eiga sín 'moments' víst.  Þetta var eitt af mínum.  Annars er oft mjög fróðlegt að glugga á síðununa hjá FreedomFries.

Eitt annað skipti sem mín sérstaka lesning á titlum á greinum og skiltum kom mér smá spánskt fyrir sjónir er skiltið frá VÍS 'Tryggjum dýrin',  einhvern veginn tókst mér að lesa það sem 'Tyggjum dýrin' og fannst það bara ágætis ábending.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband