Prófessor Viðutan

Jamm, það mætti segja það.  Það eru nærri tvær vikur síðan ég kom aftur út til Glasgow og lítið hefur breyst.  Það mætti halda að ég sé ekkert í skólanum eða að gera neitt.  Vonandi breytist það nú á morgun og ég dett niður á eitthvað sniðugt. 

Ég átti von á að hitta umsjónarkennara minn fljótlega eftir að ég kom út, en þá var hann staddur í London.  Svo var hann að flytja þannig að hittingur færðist fljótlega yfir í næstu viku.  Fór svo loks til hans á mánudag og viti menn, Prófessor Viðutan var mættur.  Hann var algjörlega úti á þekju og það var eins og það hefði veirð slökt á honum bara um leið og hann sá mig.  Við fórum aðeins að spjalla um hvaða bókmenntir / sögur myndu helst henta því sem ég var að hugsa um að gera að rannsóknarvinnu minni næstu þrjú árin.  Þar sem hann var ekki alveg í sambandi datt honum einungis einn bálkur af sögum í hug.  The 'Bórama' sem fjallar um deilur milli Leinster og Uí Neill á 9. öld og fram á 11. öld.  Hann gat þó bent mér á tvær bækur sem ég ætti að glugga í til að athuga hvort að þetta væri eitthvað sem vekti athygli mína þannig að þegar ég sagði bless við hann lá leið mín upp á 8.hæð í bókasafninu í leit að þeim tveim.  Fann þær og lagði af stað heim heldur glöð í bragði, loksins eitthvað að gera. 

Þriðjudagur var líklegur til að vera langur dagur.  Tími í forn írsku klukkan tíu og svo fyrirlestur í Celtic / Scottish History Department klukkan hálf sex.  Ég vissi að ég myndi ekki nenna að fara heim í millitíðinni, þannig að ég tók aðra af bókunum sem ég tók á láni deginum áður með til lesturs.  Eftir tímann kom ég mér bara vel fyrir í Postgraduate klúbbnum með hálfpott af kók og dagblað dagsins.  Um hádegið fékk ég mér svo snarl að borða og þegar ég var búin að því fór ég að glugga í verkefni dagsins.  Bókin sem ég hafði tekið meðferðis var í sjálfu sér thesis ritgerð sem fjallaði einmitt um 'Bórama' sögurnar og sá ég frekar í fljótu bragði að það sem hann hafði skrifað um var að miklu leyti tengt því sem ég myndi vera að fjalla um og að ég myndi eflaust þá fara að styðjast heldur of við þetta rit, þannig að eins og er sýnist mér það ekki koma til greina sem rannsóknarverkefni. 

Þess vegna er ég á leiðinni á morgun upp á bókasafn aftur til að fara í gegnum eldri tímarit sem fjalla um keltnesk málefni í leit að sögum og sagnabálkum sem hafa fengið litla athygli í gegnum tíðina.  Það verður fjör! 

Á svo líka von á að hitta loksins Catrionu aftur, hún er búin að liggja í flensu núna í nærri viku og er rétt að stíga upp úr henni í dag.  Vona að hún fari ekki að smita mig, en ég fékk einmitt flensusprautuna í dag.  Við ætlum að hittast í hádeginu og fara yfir ýmislegt sem þarf að fara yfir í sambandi við námið.  Hún er einmitt að fara að hitta Prófessor Viðutan og Prófessor Sérvitran á morgun, það verður forvitnilegt að vita hvað kemur út úr því.


Þá er bara að bíða

1)  Ritgerðin góða.  Það var ekkert smá sem gekk á við að ganga frá og skila ritgerðinni en það tókst að lokum.  Geðshræringarnar voru í hámarki hvort að blekið í prentaranum myndi duga, og hvort eitthvað hefði gleymst, hvort að prentarinn færi nú eitthvað að klikka eða hvað eina.  Tíminn var að renna út og ekki allt búið og frágengið sem þurfti til að taka á móti vinkonu minni sem var á leiðinni til mín líka.  En þetta gekk allt saman og allt endaði vel en ég fór líka og keypti meira blek enda veitti ekki af.  Þannig var það að daginn sem ég kláraði ritgerðina, prentaði hana út og skilaði henni þá fékk ég mér hádegismat klukkan sex um daginn!  Ferlegur léttir samt.  Svo kom vinkona mín og við eyddum helginni í að versla og borða góðan mat og hafa gaman hverju sem okkur datt í hug.  Hún fékk svo að púla með mér að draga allt hafurtask mitt niður stigann af þriðju hæð yfir götuna og bak við húsið og upp á aðra hæð í húsið sem ég var að flytja í.  Miklu fínna herbergi en allt snýr öfugt þannig að það á eftir að taka tíma að venjast því.  Gott að byrja samt sem fyrst því að daginn eftir þegar ég var að vakna munaði litlu að ég stangaði vegginn all ægilega og færi í heimsókn til nýja nágrannans.  Þetta reddaðist þó og ég kom ósködduð heim.  En nú er bara að bíða eftir að vita hvað kemur út úr ritgerðinni.

2) Er búin að vera á skerinu nú í þrjár vikur tæpar og á viku eftir.  Þá fer ég aftur til Glasgow til að demba mér í doktorsnámið.  Éeeeks, veit ekkert hvað ég er að koma mér í en það á eftir að vera skemmtilegur tími framundan vonandi.  Það er margt búið að vera í gangi hjá mér á meðan ég er búin að vera hérna heima.  Er búin að vera á fullu í að vinna í ættfræðinni hjá Oddi og svo náttúrulega að hjálpa mömmu með bæði pabba og ömmu.  Amma er núna á sjúkrahúsi þannig að það hefur létt álagið á mömmu í bili, en þar sem við vitum ekkert um framhaldið þá getur mamma ekki andað léttara ennþá.  En þá kemur bara upp að pabba versnar og við vitum ennþá ekkert hvað er með hann, hann er þó á leiðinni til læknisins á morgun og þá verður vonandi eitthvað gert í hans málum líka.  Ég bara vona að ég hafi getað létt eitthvað á mömmu og öllu því sem hvílir á henni.  Þannig að mér líður ekkert allt of vel að vera að fara út aftur og vera að plana þrjú ár í viðbót.  Ég átti nógu erfitt með að hugsa um að vera í burtu í ár í viðbót í fyrra, en það þýðir ekkert annað en að huga að hverjum degi sem kemur og taka því sem með þeim kemur. 

 3) Blogg!  Jamm ég er með tvö blogg í gangi en það er mjög misjafnt hversu oft ég kem við á þeim.  Oft fer það eftir getu og nennu og líka hvort ég hafi eitthvað að segja eða ekki.  Þessi bloggfærsla er meira svona í seinni kantinum en ég ákvað að blaðra smá færslu samt sem áður.  Eitt sem þetta moggablogg hefur umfram flest önnur blogg er að koma fyrir sektarkennd hjá bloggurum.  Út í eitt heyri ég bloggara vera að afsaka sig fyrir að skilja ekki eftir kveðjur eða annað til að láta vita að bloggið var lesið af viðkomandi.  Annað líka að bloggarar eru að hreinsa út bloggfélaga fyrir það einmitt að láta lítið í sér heyra og af því að þeir telja sig hafa of marga blogg vini til að sinna þá eyða þeir þeim út af listanum sínum.  Svona líka mér afar illa.  Ég vil ekki þvinga vini mína í að skilja eftir færslu eða kvittun bara til að láta vita að þeir hafi lesið síðuna mína.  Það er þeirra mál, mitt er bara að skrifa og hafa gaman af að láta ýmislegt eða ekkert flakka.  Ekki það að mér finnst alltaf gaman að lesa það sem hefur verið skrifað við færsluna hjá mér, en ég er samt hrifnari þegar ég fæ athugasemd út á eitthvað sem ég hef skrifað heldur en bara 'kvitt ég leit við'. 

Ef við færum þetta út fyrir virtiual heiminn og yfir í þann raunverulega, þá vil ég ekki yfirborðs spor skilin eftir af 'vinum' sem ég hef aldrei hitt.  Heldur vil ég pælingar og skrif og brandara frá hinum raunverulegu og áþreifanlegu.  Bloggfélagarnir skiptast í tvo hópa a) ættingja og vini b) fólk sem hefur birt áhugaverðar skoðanir og pælingar sem ég er forvitin um.  Í hóp a) er fólk sem virkilega hefur haft áhrif á mig og þó ég hafi ekki dagleg samskipti við þau í 'raun' heiminum þá hafa þau lagt spor yfir ævi mína sem munu ætíð vera til staðar.  Í hópi b) er fólk sem ég hef aldrei hitt og mun líklega ekki en samt fólk sem ég virði fyrir skoðanir þeirra og það sem það hefur að miðla til umræðna og skoðanaskipta á ýmsum málefnum.

Ég mun aldrei henda út vinum af því að þeir hafa ekki sagt halló við mig í þó nokkurn tíma.  Ég mun ekki særast við það að mér sé hent út af 'vinabloggi' hér á mogganum.  Ég verð ekki sár þó að enginn skrifi athugasemd hjá mér.  Bloggið mitt snýst ekki um að fá sem mest innlit eða sem mestar athugasemdir, ég er ekki í slíkri vinaleit hérna.  Ég vil miklu frekar að fólk njóti þess að fylgjast með það sem á daga mína drífur og þá einstöku vit(leysu) mola sem ég skil eftir líka.  Ég er í skóla og á í fullu fangi með að standa skil á mínum verkefnum en að fyllast af samviskubiti af því að ég hef ekki sinnt moggabloggs 'vinunum'.  Ég kíki á þá sem standa mér næst og þá sem mér finnst mest gaman að lesa þeir verða bara að una við það að ég á stundum erfitt með að staldra við og láta vita af mér.  En það þýðir ekki að ég hunsi þá þó ég láti ekki vita af því.

 4) Ætla að hætta að röfla og halda áfram að horfa á Star Trek Voyager.  Er að rifja upp kynni mín af þáttunum, er komin á þriðju seríu og algjörlega hugfangin.  Já ég er sannur nörd!!! Er líka að bíða spennt eftir að sjá næstu seríu af The Big Bang Theory.... ég algjörlega elska Sheldon ... og Leonard ... og Howard .... og Koothrappali!!!

 

[discussing Sheldon's work] At least I didn't have to invent 26 dimensions to get the math to work.
-Leonard
I didn't invent them. They're there.
-Sheldon
Yeah? In what universe?
-Leonard
In all of them, that's the point!
-Sheldon

 

Leonard: What are you doing?
Sheldon: Every Saturday since we’ve lived in this apartment, I have awakened at 6:15, poured myself a bowl of cereal, added a quarter-cup of 2% milk, sat on this end of this couch, turned on BBC America, and watched Doctor Who.
Leonard: Penny’s still sleeping.
Sheldon: Every Saturday since we’ve lived in this apartment…
Leonard: You have a TV in your room, why don’t you just have breakfast in bed?
Sheldon: Because I am neither an invalid nor a woman celebrating Mother’s Day.

 

Leonard: A Homo habilis discovering his opposable thumbs says what ...
Kurt: What?
Leonard & Sheldon laugh


klukk klukk

Kristín vinkona náði að klukka mig, hún veit hversu auðveld ég er. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Hef einungis unnið tvö störf:
Fyrirtækjapósthús
Ættfræðiþjónustan ORG

Fjórar kvikmyndir sem ég held upp á:
Pride and Prejudice (BBC version)
Kabhi Khushi Kabhie GhamThe Count of Monte Cristo (French version)Transformers
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Sæviðarsund
Fiskakvísl
Queen Margaret Halls 6, 1, 9

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

The Big Bang Theory
NCISBonesStar Trek
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Kaupmannahöfn, Danmörk
Torquay, England
Amsterdam, Holland
Orkney, Skotland


Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

Facebook.com
gla.ac.uk
mbl.is
imdb.com

Fernt sem ég held upp á matakyns:
Lambalæri ala mamma
kjúklingur ala mamma
kjúklingur í mangósósu
tælenskur matur

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Í banka að taka út nokkrar milljónir sem sérvitur milljóner gaf mér af einstakri gæsku
Í Glasgow með vinunumHérna heima með vinunumÍ kastalanum MÍNUM! Fjórar bækur sem ég les oft
Ætli það sé ekki best að taka fram þá rithöfunda sem ég er endalaust að lesa sömu bækurnar efitr, ég ætla ekki að fara að telja upp skólabækurnar
Sherrilyn KenyonLisa KleypasJohanna LindseyMargit Sandemo Ég hef bara engann sérstakan til að klukka.  Vinir mínir eru haldnir blogg-fóbíu og barasta blogga ekkert, ömurlegt pakk bara.  Ég þarf að hafa samband við þau til að fá fréttir, svo 20.aldar-legt!!!

Hvað á maður að gera af sér núna?

Ég held að ég sé bara í smá shjokki núna.  Var að setja síðasta punktinn yfir i-ið í ritgerðinni minni, nú á ég bara eftir að gera forsíðuna og prenta herlegheitin út.  60 + blaðsíður með yfirlitssíðu, kortum og ættartrjám.  Ég er varla að trúa því að ég hafi náð að æla þessu út úr mér á þrem vikum.  Ekki slæmt ... eða allavegana vona ég ekki.  Og núna sit ég bara hérna á mínum venjulega stað, komin með sigg á olnbogann við að hanga á lyklaborðinu daginn út og daginn inn og veit ekkert hvað ég á af mér að gera.  Ég ætti áttúrulega að vera að gera alvarlegan skurk í að finna titil á ritgerðina, dettur bara annað hvort ekkert prenthæft í hug eða þá bara fáránlega titla eins og:

 Conall Corc: the little red man that could!

Conall Corc: the man who would be king!

Conall Corc: a king in the making

Conall Corc: his kingship and the women in his life

Conall Corc: who the hell is he!

Bleurgh, held ég ætli að sofa á því í nótt og ganga svo frá því á morgun.  Þarf ekki að skila fyrr en á föstudag. 

Svo er ég að fara að flytja aftur, jamm er búin að fá betra herbergi fyrir næsta ár.  En þar sem að allar vinkonur mínar sem eru staðsettar í Glasgow eru uppteknar um helgina og á mánudaginn þegar ég flyt, þannig að ég var í smá klípu.  Sem betur fer á ég bestustu vinkonu í heimi og þegar ég spurði hana hvort hún gæti nokkuð kíkt út til Glasgow í nokkra daga, þurfti ég ekki að bíða lengi eftir jáyrði.  Þannig að ég er farin að flytja inn ódýrt vinnuafl frá Íslandi til Skotlands, ahahhah.  Ja, á nú eftir að bjóða henni út að borða á góðan stað fyrir að vera svona yndisleg fyrir mig.  Hún kemur einmitt til mín á morgun og mig hlakkar ekkert smá til.  Því að þegar hún kemur er bara enn styttra þangað til ég fer heim.  Við verðum nefnilega samferða heim á klakann líka.  Ég fæ heilan mánuð í frí áður en ég byrja í doktorsnáminu... I am a glutton for punishment!

En það er seinni tíma hausverkur.  Núna er ég búin að leggja heilann á hilluna og þar verður hann í pásu í 30 daga áður en ég þarf að nota hann aftur.  Kannski ekki skrítið að mér finnist tómarúm í lífi mínu núna, hehehe.


Vaknaði við sekkjapípur og fór út að versla með fjarstýringu í veskinu!

Það ætti kannski ekki að koma manni neitt sérlega á óvart að vakna við sekkjapípuleik þegar maður býr í Glasgow en guð minn góður.  Þar sem ég bý á stúdentagarði þá leigja þeir út herbergi hérna á sumrin þegar fáir eru.  Í gær um þrjú birtist heil rúta full af fólki sem var að tjékka sig inn hingað.  Stuttu síðar þegar fólkið er rétt svo búið að henda búnaðinum inn til sín, birtist það hérna fyrir utan gluggann minn og gaulið byrjar.  Ekki misskilja mig, vinir mínir vita, að ég virkilega elska sekkjapíputónlist en það eru samt takmörk.  Þetta var nefnilega ekki tónlist sem hljómaði heldur var þetta 17 sekkjapípur og 10 trommur af ýmsum stærðum og gerðum að æfa sig og þá er ekki gaman að vera nálægt.  Sem betur fer var vinkona mín Catriona búin að bjóða mér í mat annars hefði ég fá hús átt að vernda en ég þurfti að þola þennan líka gígantíska hávaða fyrir utan hjá mér í einn og hálfan klukkutíma þar sem ég þurfti að ganga frá ýmsu áður en ég komst út.  Hafði verið að reyna að læra, hehehe, það er ekki fræðilegur möguleiki þegar sekkjapípur eru annars vegar og of nálægt.  Ég var orðin hálf heyrnarlaus og komin með stærðarinnar hausverk þegar ég loksins slapp út. 

Fór til Catrionu fyrr en áætlað, ég sendi henni txt til að biðjast vægðar og fá að koma fyrr vegna þess að ég var að ærast, hún skildi mig full vel og bað mig velkomna hvenær sem var.  Ég var mjög fegin þegar ég var komin á leiðarenda þrátt fyrir að inni í hausnum á mér ómuðu sekkjapíputónleikarnir enn.  Heather vinkona Catrionu eldaði handa okkur fajitas sem tókst þvílíka svona vel og við borðuðum á okkur gat sem við fylltum upp í með eftirrétti.  Horfðum svo á síðasta þátt (sem betur fer) af Bonekickers og guð minn góður er það nú þvæla, það er bara ekki einu sinni hægt að hafa orð á því hvað þetta eru lélegir þættir.  Mæli sko alls ekki með þeim, nema til þess eins að ánetjast þessum kjánahrollum sem maður fékk yfir hversu gassalegir þessir þættir eru.  Efast ekki um það að þeir sem stóðu fyrir að skrifa handritið að þessum þáttum séu fyrir löngu búnir að skipta um nafn.  Þegar þátturinn var búinn þá héldum við bara áfram að hafa gaman og skrafa um daginn og veginn.  Heather er nefnilega að fara að flytja til Englandi, fékk vinnu þar sem kennari og þetta var svona kveðjukvöld.  Fór svo ekki frá þeim fyrr en upp úr tólf og þá með sjónvarp með mér sem Catriona var búin að vera að geyma fyrir mig.  Það var komin svona vel tími á að ég tæki það til baka og stakk því fjarstýringunni í veskið mitt og burðaðist með tækið heim.

Mér tókst ekki að fara upp í rúm fyrr en rétt um tvö um nóttina samt og ætlaði aldrei að takast að sofna, held það hafi eiginlega ekki tekist fyrr en um fjögur bara.  Svo rétt fyrir átta þá var hringt á dyrabjöllunni, var það þá ekki Royal Mail með sendingu frá Amazon til mín, auðvitað ef ég fæ sendinguna til mín á laugardegi þarf það að vera á svona skemmtilegum tíma.  Ef á öðrum degi þá fæ ég bara tilkynningu um að ég geti sótt pakkann sjálf!  Týpískt.  Náði að sofna aftur eftir að vera búin að kvitta fyrir pakkanum og þá náði ég að sofa til hálf tíu þegar ég var vakin aftur.  Í þetta skipti af heilli sekkjapípusveit. GAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA, það kom ekki til greina að reyna að sofna aftur og þeir héldu áfram í um klukkutíma áður en þeir fóru af stað.  Í dag var nefnilega Glasgow International Piping Festival.  Ég var svo ekki ánægð, en ég sá að ég gat ekki gert margt af viti í svona umhverfi og ég vissi að það var annar hópur af sekkjapípusveit hérna líka þannig að ég flúði áður en þeir byrjuðu.  Skellti mér niður í bæ í nokkrum erindum og keypti inn mat áður en ég kom heim aftur.  Þar sem ég var svona illa sofin og frekar slöpp þá skreið ég aftur upp í rúm og kúrði í nokkrar mínútur. 

Svo voru tvær rútur að koma til baka núna fyrir stuttu, ekki erfitt að geta til þess hvað var í þeim.  Það heyrist allavegana vel núna hvað þetta var, enda eru þeir að þeyta pípurnar á fullu hérna fyrir utan og ég sem bjóst við að þeir væru búnir að koma þessu úr systeminu sínu í dag.  En það var einmitt núna sem ég fattaði líka að ég hafði farið með fjarstýringuna í bæinn í verslunarerindunum mínum án þess að gera mér grein fyrir því.  Ég gleymdi símanum heima en tók fjarstýringuna með!  Þetta er eins og lélegur brandari um 21.aldar prófessorinn sem var svo viðutan, en ég hef alveg afsökun á þessum sofanadaháttum í mér.  Mig langar bara að vita hvort ég eigi eftir að þurfa að þola fleiri sekkjapíputónleika á komandi klukkutímum og hvað þá með morgundaginn. 

 

Sekkjapípusveitin að æfingu í gær!


Allt gert til að forðast lærdóminn

Ja, það er ekki svo slæmt, en ákkúrat núna er ég með svo geðveikan hausverk að ég geri lítið af viti.  Þannig að ég ákvað að taka smá frí frá lestri og láta vita aðeins af mér.  Síðasta mánuð er ég búin að vera á fullu að lesa og leita að greinum og bókum um ýmislegt sem tengist fræðiritgerðinni minni.  Ritgerðin mun fjalla um Conall Corc pseudo-sögulegan konung sem átti að hafa verið uppi á Írlandi í kringum 400 A.D.  Ég mun aðallega fjalla um hann í sambandi við bókmenntir en ekki sagnfræðina en hún verður náttúrulega alltaf svona við höndina þegar á þarf að minnast.  Það er alveg ótrúlegt hvað það getur verið gaman að lesa þessar sögur og þær pælingar sem upp úr flæða þegar ég er á kafi í lestrinum.  Ég er algjört úbernörd eins og vinkona mín segir, sérstaklega þar sem ég var svona líka hrifin af einni grein eftir Clodagh Downey í Journal of Cork Historical and Archaeological Society, sem tók Breska Þjóðarbókasafnið hafði upp á fyrir mig.  En svona er lífið í dag.  Nóg af að taka og nóg að tala um.  Sem betur fer hef ég mikinn áhuga á því sem ég er að skrifa um og ekki nóg með það þá er ýmislegt broslegt að finna í þessum bókmenntum sem þýðir að ég hef getað skemmt vinkonu minni Catrionu með skemmtilegum frásögnum í sambandi við efnið.  Nú er bara að vona að skrifin gangi vel og að allt skelli saman eins og það á að gera, ég fer að hitta Thomas í vikunni og fæ þá vonandi grænt ljós á þær áherslur sem ég vil leggja á efnið.

Ég mun fjalla um sögurnar þar sem Conall Corc kemur við sögu, allt í allt eru þær fimm þar sem hann er aðal sögu persónan og ótal fleiri þar sem á hann er minnst.  Þessar fimm sögur sem ég mun einbeita mér að, fjalla um þrjá atburði í lífi Conalls Corcs, fæðingu, útlegð til Skotlands og uppgötvun Cashel.  Það sem er merkilegt er að í þessum fimm sögum koma fram allt í allt tvær útgáfur af þessum þremur atburðum.  Ofan á það er hægt að sjá merkilegar tengingar á milli annarra írskra sagna, þar á meðal söguna af Nial Noígiallach (Nial of the nine hostages) og má segja að Conall er algjör andstæða við Niall.  Það er hugsanlega gert af ákveðnu ráði þar sem þessir menn eru sagðir upphafið af Norður og Suður konungsríkjunum Uí Neill í Connachta og the Éoganachta í Munster.  Inn í allt þetta blandast svo ímynd af konungsdómi og hvernig hann 'verður til' eða 'á rétt á sér' og þá einnig í sambandi við konur í sögunum, hvað þær þýða og hvernig er hægt að túlka þær ímyndir og kenningar sem koma fram í sögunum. 

Ég er komin um 3000 orð inn í ritgerðina eins og er og það á eflaust eftir að breytast, til hins betra eða verr veit ég ekki, ritgerðarsmíð snýst um endalausa ritskoðum.  Í augnablikinu er ég í ættfræði kaflanum, sem er hryllilega flókinn, eins og kennarinn minn sagði í dag í sambandi við þá sem skrifuðu þessara sögur 'they can have their cake and eat it too, without any remorse'.  'i sögunum um Conall Corc er getið um fóstur móður hans, að hún hafi heitið Fedelm svo nokkrum setningum síðar er aftur minnst á fóstur móður hans og þá heitir hún Laer Derg.  2 kenningar, fyrrri; skrifararnir voru að rugla saman tveim eldri útgáfum af sögunni,  seinni; við höfum ekki hugmynd um það og segjum bara að þetta sé ein manneskja og hún heiti eitt en er kölluð annað!!!  Ég elska írskar miðalda bókmenntir. 

Það versta við ættfræðikaflann er þó það að þó að það sé hægt að segja að einhver hafi verið uppi um 400 e.kr. þá er ekkert sem segir manni ca hvað hann var gamall eða þeir sem við sögu koma heldur, þannig að það getur gert ættfræði pælinguna ansi erfiða sérstaklega þegar ákveðnir fræðimenn koma með ansi þunnar getgátur um sumar persónunar þá verður maður að vinna helmingi meir að ganga úr skugga um að þeir virkilega höfðu rangt fyrir sér en ekki að ættartré írana séu þetta skrautleg.

 


Ísfólkið á ensku!.. Loksins

Loksins er farið að gefa Ísfólkið eftir Margit Sandemo út á ensku!  Ekki það að ég hafi ekki unað mér að lesa bækurnar á íslensku, en þar sem ég á marga enskumælandi vini og er sjálf orðin svo vön að lesa bækur á ensku þá er ég rosalega ánægð með þetta.  Fyrsta bókin er þegar komin út og tel ég að þýðingin sé hin ágætasta, bók tvö í seríunni kemur út núna á fimmtudag!  Helsta ástæðan fyrir því að ég er að vekja athygli á þessu hérna er að ég veit að þessar bækur eru vinsælar og sívinsælar meira aðsegja, þar sem verið er að gefa þær út núna tuttugu árum eftir að þær voru fyrst gefnar út á íslensku.  Þannig að ég efast ekki um að gamlir og nýjir aðdáendur bókanna þekki eflaust einn eða tvo enskumælandi kunningja sem þeir vildu gjarnan kynna fyrir þessum bókum.  Ég var svo heppin þegar ég var á táningsaldri að geta keypt gömlu útgáfuna af seríunni áður en prentsmiðjan fór á hausinn (held allavegana að hún hafi farið á hausinn) og sá sko ekki eftir því að leita þær upp.  Þannig að ef þið hafið áhuga endilega breiðið út orðið. 

Official Margit Sandemo page: http://www.margitsandemo.co.uk/

Hægt er að kaupa bækurnar á amazon.co.uk

 


3 dagar

Ákvað að gera eitthvað í þessu bloggleysi hjá mér udanfarið og ákvað að gera skil á 3 síðustu dögunum hjá mér enda viðburðarríkir með meiru.

Föstudagur 25. júlí 2008

 Stelpurnar og ég vorum búnar að mæla okkur mót um hádegi í dag.  Catriona átti fund með Thomas og Davy klukkan ellefu og Sandra ætlaði að hitta á þá þegar Catriona væri búin að funda með þeim.  Ég var mætt fyrir utan 9 University Gardens rétt fyrir tólf og svo kom Sandra.  Klukkan tólf opnaðist hurðin hjá Davy og engin Catriona.  Þá fengum við þá skýringu að hann hafði tafist og þegar hann hafði loksins náð upp í skóla sást hvergi tangur né tetur af Catrionu eða Thomas.  Þannig að Sandra hoppaði inn til hans í nokkrar mínútur á meðan ég beið fyrir utan til að sjá hvort ég sæi Catrionu á vappi einhvers staðar.  Nokkrum mínútum seinna sé ég hana á leiðinni inn í Post-grad klúbbinn þannig að ég stekk af stað og næ í hana og læt hana vita að Davy er að leita að henni.  Við förum þá aftur yfir götuna því að aumingja Sandra vissi náttúrulega ekki að ég hefði yfirgefið hana.  Þegar hún kom út, þá greip Davy Catrionu á smá fund.  Á meðan fórum við Sandra yfir í Post-grad klúbbinn og biðum eftir henni.  Þegar hún kom svo til baka þá sagði hún okkur það sem á hafði gengið og var það enn meiri farsi en sá sem á undan hafði gengið.  Dauvy hringdi til að láta Catrionu og Thomas vita að honum seinkaði og þegar Catriona var látin vita, þá sat hún ein og yfirgefin fyrir utan skrifstofuna hans Davy.  Það var líka hringt í Thomas og hann látinn vita að Davy seinkaði og hann kom alveg að fjöllum um að hann hefði átt að hitta þau í dag.  Þannig að hann þurfti að hlaupa upp í skóla til að hitta Catrionu.  Þar sem hann var nýbúinn að hlaupa upp dágóða brekku þá var hann ekki alveg til í að labba upp á þriðju hæðina í Modern Languages Building í skrifstouna sína og þar sem hún var hvort eð er of lítil fyrir þrjár manneskjur þá ákvað hann að finna herbergi á fyrstu hæðinni.  Hann hringdi svo upp til ritarans til að láta hana vita hvar þau væru ef Davy kæmi að leita að þeim.  Davy aftur á móti fór beint til skrifstofunnar hans Thomas og auðvitað fann hann þau hvergi og datt alls ekki í hug að spyrja ritarann.  Þannig að allir fóru á mis við alla í dag.  Svaka fjör

Eftir hádegismat, skelltum við Catriona okkur í bæinn.  Fórum að leita að hatti handa henni fyrir brúðkaupið á morgun.  Jamm erum á leiðinni í brúðkaup hjá vinkonu okkar og markmiðið er að allir verði með hatt, eins og ekta bresku brúðkaupi hentar!  Eftir að hafa þrætt einar fimm eða sex búðir enduðum við á byrjunarreit og fengum lítinn og fínan hatt sem sómaði sér mjög vel á kollinum á henni.  Nú var bara eftir að sjá hvort að hann passaði ekki við sparidressið líka.  Þannig að Catriona fór heim til að gera klárt til að taka á móti gestum (mér og Söndru) um kvöldið og ég skrapp líka heim í smá stund áður en ég fór yfir til hennar.  Við ákváðum nefnilega að það væri nauðsynlegt fyrir okkur að horfa á sjónvarpið um kvöldið.  BBC1 er að sýna nýja drama þáttaseríu sem heitir Bonekickers og er um fornleifafræðinga!  Eitthvað fyrir okkur.  Jæja, annað kom í ljós.  Stelpurnar voru reyndar búnar að sjá fyrsta þáttinn (þetta var þáttur númer 3) og voru búnar að vara mig við, en það var ekki nóg.  Jeminn eini, þvílík steypa.  Þátturinn var svo vondur að hann var góður.  Við svoleiðis tættum hann í okkur og það versta var að við hugsuðum allar það sama, sorglegt fólk situr límt við skjáinn og heldur að þetta sé fornleifafræði.  Verslings það.  Við höfðum líka orð á því að okkur dauðlangaði að horfa á fornleifafræðinga horfa á þessa þætti bara til að sjá viðbrögðin hjá þeim, því nóg var af þeim hjá okkur.  Við erum líka vissar um það að sá sem skrifaði handritið, veit ekki að Channel 4 og Time team er til og ofan á það að ef það voru fengnir fornleifafræðingar til að aðstoða við gerð þessara þátta - þá eru þeir búnir að breyta um nafn núna!  Til dæmis;  1) það er ekki góð fræði að ef trébútur sem er haldinn vera um 2000 ára gamall (jamm sá trébútur!) og er hálf grafinn í jörðinni ennþá, þá er ekki gott að grípa í hann og toga hann upp úr jörðinni með berum höndum!!!  2) Geo-phys skannar finna ekki bein í jörðinni, það eina sem þeir sjá eru steinar og aðrir harðir hlutir!  3)  Það er ekki hægt að sjá á einni tönn að um Rómverja sé að ræða!!! 4) Möguleikinn á að grafa einungis fimm centimetra niður í jörðina og finna fullt af ómetanlegum og vel varðveittum hlutum ... sáralitlir, ofan á það, sérstaklega ef þeir áttu að hafa lent í eldi, og einnig að það sé hægt að sjá strax hvaðan of úr hverju og hvað hlutirnir eru (1 aldar Keltnesk beltissylgja með keltneska Sólar guðINUM), mjög ósennilegt.   5)  Rómverjar áttu handsprenjur!!! 6) Þeir gátu leiðrétt eina manneskju í þáttunum á hvernig á að bera fram nafnið Boudica en ekki hvernig þeir bera fram nafnið á ættflokknum hennar, Iceni. (Í staðinn fyrir að c-ið í nafninu sé eins og s-hljóð þá er það K-hljóð!).  7)  Líkurnar á að fornleifafræðingar virði að vettugi viðvaranir og stefni sér í brjálaða lífshættu án þess að taka tillit til annarra í kringum sig ... vona ég að séu frekar litlar!  En ég hugsa að þetta sé næg upptalning í bili, ég get haldið áfram og eftir næsta þátt, guð má vita hverju við eigum von á. 

Þegar þátturinn var búinn, tókum við smá breik með Dr. Who og biðum eftir að Claire mætti í partýið okkar.  Hún var á leiðinni frá Dumfries til að gista hjá Catrionu fyrir brúðkaupið.  Það voru einhver vesen með lestargang þannig að hún þurfti að ferðast hluta leiðarinnar með rútu og allt í allt tók ferðalagið hana fjóra og hálfan tíma, sem venjulega tekur á um þrjá.  Þannig að hún var orðin frekar þreytt þegar hún kom.  Við entumst samt að kjafta til nærri tvö, en þá fórum við Sandra heim.

Laugardagur, 26. júlí 2008

Brúðkaupsdagur Joanne og Craig's

Reyndi að vakna klukkan átta en það átti ekki eftir að gerast og ég svaf til klukkan níu.  Reif mig upp og fór að taka mig til, bæði föt og fleira og meira að segja litla ferðatösku því að ég ætlaði að gista hjá Catrionu þegar ég kæmi til baka til Glasgow með stelpunum.  Um klukkan ellefu þá var ég tilbúin og setti upp hattinn og yfirgaf herbergið mitt og steig upp í leigubílinn.  Var komin til þeirra rétt um ellefu og voru þær þá líka tilbúnar, nema að Claire þurfti að stoppa á einum stað í bænum til að redda kambi í hárið, því að hún er ekki hatta konan og hafði gleymt því sem hún var búin að redda heima, en sem betur fer og sem mér finnst ótrúlega flott þá var hægt að redda því á lestarstöðinni því að Accessories er með búð þar!!!  Þannig að við hentumst í bæinn á lestarstöðina og sáum svo að við áttum ekki eftir að borða margt þangað til um kvöldið og fengum okkur eitthvað til að narta í á lestarstöðinni á meðan við biðum eftir Anne.  Hún birtist þegar um tíu mínútur voru þangað til að lestin okkar færi af stað, við vorum mjög ánægðar að sjá hana loksins, enda vorum við búnar að senda henni sms og hringja og allt hvað eina og aldrei fengum við svar.

Lestarferðin tók um 45 mínútur til Greenock og svo tók það okkur ekki nema um fimm mínútur að labba frá stöðinni að kirkjunni þar sem brúðkaupið fór fram.  Athöfnin var æðislega falleg og hátíðleg og brúðurinn var glæsileg og ljómaði alveg frá toppi til táar.  Presturinn var svakalega fínn og hlýr og auðvitað voru allir eða flest allir karlmennirnir í brúðkaupinu í kiltum og brúðarmeyjarnar fjórar litu allar rosalega vel út í sæ-grænum kjólum.  Eftir athöfnina voru myndir teknar á tröppunum á kirkjunni og við bílinn, sem var geðveikt flottur og hefði ég lítið á móti því að eiga einn svoleiðis.  Svo var lagt af stað.  Við fengum aftur á móti far með rútu að hótelinu þar sem veislan fór fram.  Það tók um háftíma - 45 mínútur að keyra þangað og var það niðri við vestur ströndina í Ayrshire og var alveg yndislega fallegt allt í kring.  Við vorum líka rosalega heppin með veður og var stillt allan daginn og sólin gægðist einstöku sinnum í gegnum mistrið sem umlukti okkur, enda var svakalegur hiti og vel yfir 20°c.  Það voru teknar myndir af fjölskyldunni með brúðhjónunum á fullu úti í garði.  Strákarnir í kiltum voru látnir taka Braveheart atriði þar sem hlupu á fullu á móti ljósmyndaranum eins og í fullri árás á Englendinga!  Svo þegar brúðhjónin skáru tertuna, það var mega flott.  Það dugði þeim sko enginn venjulegur hnífur nei nei, þau notuðu sverð!!!  Rosalega flott að sjá!

Veislan var meiriháttar og við fengum meira að segja matseðil til að velja úr, þetta var allt í allt fimm réttir; forréttur (melónusalad (ég) eða tómat og mozzarella salad), súpa (gulróta og kóríander), aðalréttur (kjúklingur fylltur með haggis eða nautakjöt með sinnepssósu (ég), eftirréttur (marens kaka með jarðaberjum eða profiteroles með súkkulaði sósu (ég).  Svo var byrjað að dansa á fullu.  Auðvitað í svona ekta skosku brúðkaupi þá var byrjað á Ceilidh dönsum en því miður á misstum við nú af þeim að miklu leyti, því að það var svo heitt inni að við brugðum á það ráð að hlaupa aðeins út, og gátum ekki hitt á betra augnablik því að við hittum þá einmitt á Joanne þar sem hún var búin að bisast við að gera aðeins við kjólinn sinn.  Þannig að við gátum talað aðeins við hana og fengum mynd af okkur öllum saman með brúðinni!  'The Celtic Department support group '08'!!!  Skruppum út í garð og viðruðum okkur áður en við fórum inn aftur og horfðum á afganginn af Ceilidh dönsunum á meðan við gæddum okkur á brúðartertunni og öðru snakki sem þeir buðu upp á.  Svo byrjaði diskóið og þá birtist George, maðurinn hennar Anne en hann var kominn til að keyra okkur aftur til Glasgow, þannig að við kvöddum brúðina allavegana fundum brúðguman hvergi þó ég efa að hann hafi verið langt í burtu.  Brunuðum svo í bæinn í svarta þoku og vorum komnar til Catriona upp úr tólf eftir um hálftíma - klukkutíma keyrslu í bæinn.  Catriona, Claire og ég vorum nú þrátt fyrir að vera dauðþreyttar ekki tilbúnar til að fara að sofa strax og tóruðum til um tvö þegar allur andi gafst upp og við fórum að sofa.

Sunnudagur 27. júlí 2008

Vöknuðum frekar snemma miðað við allt sem á undan hafði gengið og vorum farnar út rétt upp úr ellefu að hitta Söndru í hádegismat.  Við komum við hjá mér fyrst til að skila dótinu mín svo að ég þyrfti ekki að vera að dandalast með hatt á hausnum allan daginn enda var hitinn ekkert minni í dag en hann var í gær.  Hittum Söndru á Byres Road og enduðum á Tennents bar þar sem við fengum okkur að borða.  Catriona þurfti svo að fara heim þar sem hún átti von á vinkonu sinni í smá heimsókn.  Claire var á leiðinni heim og var ekki langt í að lestin færi og ég og Sandra ákváðum að skella okkur bara í bíó þannig að við vorum samferða Claire hluta af leiðinni í neðanjarðarlestinni.  Við skelltum okkur á Batman: The Dark Knight.  Virkilega góð mynd, var mjög hrifin.  Þegar við komum út af myndinni var klukkan hálf sjö og við þurftum að setja í fullan gír aftur, því að dagurinn var sko ekki búinn.  Við vorum nefnilega líka búnar að mæla okkur mót við Catrionu aftur rétt fyrir átta.  Þannig að við löbbuðum yfir til Söndru sem býr í um hálftíma fjarlægð frá bíóinu og tókum bílinn hennar yfir til mín, parkeruðum fyrir utan og löbbuðum yfir í Botanic gardens til að hitta Catrionu þar sem hún beið eftir okkur á bekk.  Við vorum nefnilega að fara á sýningu á 'The Bard in the Botanic', þar sem var verið að sýna Much Ado About Nothing eftir Shakespear og sýningin byrjaði korter í átta.  Við rétt náðum, ég leigði mér stól en stelpurnar settust á grasið og svo byrjaði sýningin.  Rosalega flott og náttúrulega vorum við mjög heppnar með veðrið sem gerði sýninguna þess mun ánægjulegri.  Við þurftum að flytja okkur um stað fimm sinnum og var sýning sett upp víðs vegar um garðinn og tókst með endemum vel.  Leikararnir stóðu sig með prýði og við vorum rosalega ánægðar með að hafa farið.  Þær skiluðu mér svo heim og Sandra skutlaði Catrionu heim á bílnum.  Frábærir dagar og allt gekk svona líka vel. 

Myndir:  bæði af Orkney ferðinni og svo úr brúðkaupinu er að finna á http://www.gelin.blogspot.com


Orkneyingasaga in nýja - úrdráttur úr Annálum Elínar

Því miður verður frásögnin hér á eftir á ensku, þar sem ég hef ekki enn haft tíma til að þýða frásögnina en þetta blogg birtist á ensku síðunni minni fyrir nokkrum vikum.  Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér sem ég mun skíra frá betur í næstu færslu að ég hef lítinn tíma haft til að blogga almennilega. 

June 12th 2008, Thursday

Our trip began very early in the morning of June 12th., although not as early as planned and I was left feeling like an orphan at the side of the road waiting for my ride. Finally Catriona and Sandra showed up and I finished moving the last of my things to my new flat before leaving Glasgow.
We went straight to Glencoe and the visitor center there to have a cup of tea (coke in my case) and a bit of cake. We were able to stop for a few minutes before we had to head off in search of the place that was going to take us horseback riding. Yes, I know what you are thinking, ME ON A HORSE, hillarious. Well it worked, I got up, the horse was huge, I had to take two steps up the mounting block to get there, but on I went and I went first too. After fifteen minutes I was thinking, 'why did I agree to this', then I started to enjoy it a bit and especially the very soothing massage my behind was getting, so I just relaxed as much as I possibly could and prayed that the horse knew what it was doing. (Calling a horse IT is just wrong, I will introduce noun genders into English even if it kills me). Then we got a nice treat, on the way we saw a castle and not just any castle either, apparently it is a castle that was made famous in the Monty Python film 'The Holy Grail'. We even stopped by it and the horse keeper snapped some photos of us with the castle in the background, fabulous. Now there is photographic evidence of me on a horse, now no one can doubt me!
After this little adventure we returned to Glencoe for lunch, although we bought our lunch in a nice little village called Ballachulish (hehehe). While we were munchin in Glencoe a figther jet zoomed passed us so fast that I barely registered it but still got a good view of it before it disappeared in between the peaks in Glencoe. Thrilling and very very noisy! When we had wetted our appetites we drove to Loch Ness and found the Youth Hostel we were going to be staying at. We were a bit early and it hadn't opened yet, so we went on a wee treck down by Loch Ness before getting the keys to the room. Boy, I nearly turned around and said I would be sleeping in the car, but decided to be brave and stayed. The place was minging, I really don't recommend it, not nice at all. The only nice thing about it was the common room. Thankfully we were here for only one night and I was sure I could manage that and I did.

June 13th 2008, Friday

We left the hostel as soon as we could, and drove up to Urquhart Castle by Loch Ness. Spent about two hours there running around ruins, and I promise they were ruins when we got there. Before we headed off we had some tea and cakes and then headed over to Inverness. Spent a few hours there browsing in the shops before we headed off again. We were headed to John O'Groats were we were staying the night at another Youth Hostel, and hoping for a better one than the one we spent the previous night in. But on the way there we were going to try to find my land! Yes, finally this Lady Glencairn was going to visit her land in Scotland and take a photo of it. I had a map and I even had GPS co-ordinates for it so what could go wrong. Well, everything! The map wasn't very detailed so it didn't help very much, our GPS man Tim the leprachaun (whose name is Sean but is called Tim) showed us that it lay quite far out in the sea. It only worked if while we were driving reconfigured our co-ordinates every few minutes that we were nearly able to find it, we came close ... to the co-ordinates anyway but not the place. So we had to go back and finally we decided that we were close enough that we could with good conciousness take photos of me on my land. So I selected a nice piece of land with ruins on them and planted myself down with the Icelandic flag and my friends snapped some photos of me there, in a howling wind! Then we headed off to John O'Groats doubting Tim when he showed us the nearest petrol station in DUBLIN, IRELAND!
Finally made it to our destination and this youth hostel was so much nicer! We had a very good time here and even though it was a large room, intended for at least six persons we were alone through the night and were able to double up on duvets for the night! Played a game of Scrabble before going to sleep. Next day we were headed off to Orkney!


June 14th 2008, Saturday

Woke up extremely early because we had to take the ferry to Orkney at nine o'clock. We got on the ferry and everything seemed to be all right until about ten minutes of the hour and fifteen minutes journey I went green and then horizontal and was quite seasick the entire way to Orkney. Rubbish Viking! I managed to fall asleep, which I am very thankful for and very thankful when we came back on terra firma. We drove straight to our chalet that we had rented for the week and it was such a nice and cosy place we instantly fell in love with it. Poor Sandra had a difficult time though dealing with the Orcadian speak, although I found it to be very nice and sing-song like, very interesting. We got chalet nr. 5, a cosy place with a foyer. On the left hand site was the bathroom, on right hand side a room with two beds and straight across was the living room area. There to the left was a tiny kitchen and dining room, and to the right was a sofa that was also a bed and a dresser with a television on it. The great thing I found about this was that we had to put a coin in a meter to get things going like heat and electricity, I am such a city girl I had never seen anything like it.
When we had sort of settled in we set of again and this time we went into Kirkwall, found a parking space and hopped out. Found a tiny little pub for some grub and then headed off to the Tourist Information centre to find out where we could do our grocery shopping. We found Lidl and managed to do some basic shopping although I was quite shocked to discover that they didn't have Coke Cola at all, they only had Pepsi! Suddenly I just wanted to go back home, but then I figured that there must be a place where I could get Coke so as it was an emergency I took two 2l Pepsi bottles just as a precaution!
By this point we were very tired and just went back to our chalet and settled in more comfortably. Around five we broke out the Trivial Pursuit and entertained ourselves with trying out our wits and wisdom before breaking for Dr. Who! Catriona won the first game!
We then settled down in front of my computer and watched a film before going to bed, I talked to my mom for a bit before going to bed as well. We had meant to go to bed a lot earlier but in the end it was somewhat passed midnight when we finally made it in.


June 15th 2008, Sunday

We decided to take it easy today as it was Sunday and not a lot is open on Sundays here aside from Historic Scotland sites. We decided to go to Skara Brae. Of course since we were only travelling around a small island we decided not to use Tim and just follow signposts. Seemed like a good idea until we discovered that Orkney doesn't seem to like signposts all that much. And we kind of went into the wrong direction. Quote: 'We are going the right way ... roughly!' CatrionaYes, that was true, because we were on a very small island it is quite easy to get back on track, but that doesn't mean it isn't extremely funny. In the end we made it and parked the car outside the visitor centre. Then we proceded to step 5000 years back in time, to a neolithic village incredibly well preserved. It was very windy but we still managed to take a very good look around the place. Until 1850 the settlement had been hidden under the earth, they were unearthed in a heavy storm and the owner of the land helped with the excavation of the village. It was amazing to see it and to hear the story as well, at the end of the tour around Skara Brae we were allowed to go to Skaill House, that used to belong to the one who found Skara Brae village. It had been turned into a museum both in relation to Skara Brae but also to the family that lived there. (It was very much like going through the houses at Árbæjarsafni to see how time stood still in the house, it was quite amazing). We then had to brave the wild wind again and made it to the visitor center just before it closed down for the day and managed to grab tea and cake before setting off for home.After tea we went for a short walk around the place we are staying at, took some postcards to the postbox and went out onto a pier we can see from our windows. It was a very nice evening and the wind was not as bad as it had been during the day. We returned back to our chalet and watched a couple of Mock the Week shows before turning in for the night. 

 

June 16th 2008, Monday 

We woke up at eight but none of us was very ready to move yet.  Shortly after nine we contacted the Orkney College to enquire if they had any scheduled archeological guides around sites presently being excavated, but unfortunately we weren‘t lucky enough.  They were going to start at Gurness the next Monday, we were quite sad that we missed it, but unfortunately nothing we could do about it.  Thankfully this didn‘t mess up any our plans for the day or for the rest of the week, it just meant we had an extra day to do everything we wanted to do.  Today we started at Maeshowe, an ancient burrial place dating from around the same time as Skara Brae or 5000 years old.  Unfortunately they didn‘t allow us to take pictures in thankfully there are guide books available and of course I got one.  The entrance into Maeshowe is not very high, only just over a meter high and about 70cm wide, not very easy access for tall Vikings, but I made it and the entrance into Maeshowe was definitely not the most challenging on this trip.  Inside Maeshowe were runic inscriptions left by Vikings that visited there about 1000 years ago, and some of the things they wrote was a bit naughty!  When we came out from Maeshowe we had to sprint to the car and drive as fast as we possibly could up to the Rings of Brodgar where we were going on a wee walk with a site ranger who was going to tell us about the site.The Rings of Brodgar are similar to Stonehenge, although a bit more ‚henge‘-like than Stonehenge apparently, originally there were 60 stones in a circle spanning 104m in diameter but now there are only about 28-29 stones left standing.  It was so much fun walking around the stones, which incidently are about 5-600 years older than Stonehenge and is also larger!  Of course the Vikings had stopped by here as well and left a note, saying ‚Björn was here!‘, and of course I have a photo of myself by this stone, to prove that ‚Elin was here!‘ ... I didn‘t leave a note.  We also stopped by the Stones of Stenness, a much smaller ring of originally twelve standing stones but now only about a half of them standing.  Afterwards we went into Kirkwall and stopped at the Co-op and grabbed a few necessary items, including a Coke Cola for me!!!  Watched television for a while before turing in for the night.  

June 17th 2008, Tuesday and the National Holiday of Iceland 

It was a cold and dreary day so we decided to keep near to Kirkwall today.  We got into Kirkwall around 10 and started with a tour of St. Magnus Cathedral, a very nice looking church.  From there we went on to The Bishop‘s and the Earl‘s Palace that are just around the corner from the cathedral.  The Bishop‘s Palace dates from 12th century and the Earl‘s Palace dates from 1600, although magnificent they are only ruins today sadly.  I went up to the top of the Bishop‘s Palace and the view over Kirkwall was amazing.  Kirkwall is also a surprising town of around 8000, it was still quite easy to navigate it.  We managed to find a coffeeshop that wasn‘t packed with the entire population of Kirkwall and had a nice lunch before heading off to do more exploring.  We headed off to Orphir to take a look at the Orkneyinga Saga Centre and boy did I learn a valuable lesson there.  The word ‚Centre‘ doesn‘t necessarily mean a centre, that it can also just mean A ROOM!  I was quite disappointed and annoyed.  The trip wasn‘t a total disaster though because just outside the ‚Centre‘ there was the Earl‘s Bu, the ruins of a 12th century farm of one of the Earl‘s of Orkney.  Beside that was a cemetary where the ruins of a church from around the same time as the Earl‘s Bu and inspired by a church the Vikings saw in their crusades to Jerusalem.For the third and last leg of our journey of discovery this day we decided to head over to the Ortak Jewellery shop and Visitor Centre.  Ortak is an Orkney based family of designers where it is possible to go and have your own design made into fabulous jewellery.  This was also an opportunity to go visit a Iron Age grain earthhouse, and the key to get into the earthhouse is kept at Ortak.  Let‘s just say I made it to the bottom but not to the actual grain storage space!  Not really thinking of tall Vikings when they constructed that thing.  Sandra made it through though by crawling on all fours, she deserves credit, she is quite determined to see these things once she‘s actually there.  When Sandra finally made it up again we were all quite tired and decided to go home.  I got a phone call from my mom and got to talk to my niece and brother as well.  My niece had to hear about me going horseback riding and of course she also needed to know what kind of horse it was, what colour and the name as well.  She was all dressed up because of the National Holiday and had gone to the city center to get a balloon and candy.  Before we went to sleep we played another game of Trivial Pursuit which I actually managed to win this time round, a good end to a good day. 

June 18th 2008, Wednesday 

We headed towards Tingwall (Þingvalla) today, I don‘t really know what I was expecting but definitely not what we found ... which was nothing.  It seemed a very un-tingwall-y-like place.  But it wasn‘t all for nothing, we booked a ferry for Friday to take us to Rousay from Tingwall.  Having done that we headed off to the main atractions of the day.  First we stopped at Gurness, where there is a Broch and an Iron Age village, incredibly large and it is still possible to see how the village and the landscape looked, it really is quite extrodinary to see this and very hard to explain.  We spent quite a time there taking a good and close look at the settlement, just outside the settlement there was a 12th century norse burrial site, where they excavated a skeleton of a woman and some artifacts.  Around noon we headed off again and this time towards Birsay.  Birsay is a tidal island just of the mainland of Orkney and is only passable on foot two hours before and after low tide.  The tide was around four in the afternoon but we still had to get there and we were also thinking of having lunch somewhere ont he way.  We came to the Brough of Birsay around one-ish and had lunch in the car, we were so sensible that we packed some sandwiches.  Because we still had time we popped into the town of Birsay and took a look at the Earl‘s Palace there, which as most of the things we have seen so far has been, was in ruins, but still very beautiful.  We then moved the car closer to the pathway across to the island of Birsay and walked across, the walk took about five – ten minutes accross beach sand, stones and a bit of a walkway and then we were there.  We made it up to the Visitor Center and entered the site ... at which point we discovered that there is no Brough at Birsay!  Nope, there was one at one time but there isn‘t any longer.  Instead there is the remains of a 12th century norse village.  An incredibly large village and very well developed.  The houses had indoor heating and they had a sauna as well as an impressive drainage system.  Even from the earlier settlement site dating from around 10th-11th century there was visible remains of drainage system.  It didn‘t take too long to walk about the ruins and examine the settlement so we decided to take a tour around the island and tried to spot some puffins although we were not successful in that.  Sandra more than once went a bit too close to the edge of the cliffs to try to find the puffins, so much so that Catriona and I were positively ill watching her.  But she made it back always in one piece so it was fine.  When we came home Sandra was exhausted and she aslo had a headache so we allowed her to fall asleep in the bedroom while we were busy in the kitchen, well ... Catriona was busy in the kitchen making potatoe wedges and stuff while I was sorting through the photos of the day.  The personal best I think so far, 409 photos in a single day!  When Sandra woke up we sat down for a bit of television before turning in and wrote a postcard to Carol at the Celtic Department, but after this we were all exhausted and were quick to fall asleep. 

June 19th 2008, Thursday 

We didn‘t rise up as early as we have done the past few days but that was all right as we thought that this day wasn‘t going to be very strenous, right!  We were heading towards the Tomb of the Eagles where we were going to let Sandra go crawl into a small tomb while Catriona and I waited for her at the coffee shop ... if there was one!  When we came there, we saw that the possibility of a coffee shop were non-existent.  This was actually a private property, the government had not taken an interest in the site so after having been ignored for 30 years the ownership of the site reverted back to the family who owned the land.  The story is incredible.  We came into an area that had been modified to accept visitors where we got a small tour of the saga of the tomb and how it was discovered.  Not only that we actually got to see how the people lived and how they worked the stone, it was incredibly.  They showed us three skulls of people who had been found in the tomb, the scull of an old woman, a man and a young woman who had a genetic disorder which left her face distorted and most likely suffered from blindness and other forms of illness because of it.  Today there are 6 individuals on the Orkney island with the same disorder and deformed skulls.  Incredible!  We even got to handle some of the items that had been made and used 5000 years ago!  That was most definitely the highlight of the tour, to see how perfectly everything was made, you could not even imagine how it is done today with modern tools how impeccably perfect the items were.  We also got  a tour in the next room that dealt with the ruins of a bronze-age settlement found near the farmhouse itself.  It is only a small farm but the outline is still visible.  To get to the tomb of the Eagles we had to walk around a mile, and because it had been raining they lent us wellies and the girls also got water proof trousers, but since I didn‘t intend to go into the tomb I decided to just get some wellies.  When we came to the tomb we were amazed at how low the entrance was, it really was low, probably only around 50 cm in hight.  There was a rahter largish skateboard there and a rope had been stung from the ceiling of the entrance into the tomb where people could if they lay on the skateboard propell themselves into the tomb.  Sandra decided that it was easiest to crawl in.  But as I do not have the physical ability to do that because of my knee I used the skateboard and actually went inside ... and made it.  I didn‘t even get stuck.  Catriona then crawled in after me.  Inside the tomb we one chamber where they had left some skulls behind to show us how it would have looked like at the time of the excavation and what it actually was used for.  When the tomb had been excavated it contained thousands of bones and also a multitude of bones belonging to the wite-tailed eagle which gives it‘s name to the tomb.  The bones indicated that the tomb had been in used for at least around 800 years, but why there were eagle bones there as well, no one knows.  We made it out of the tomb again and went over to the excarnation site nearby.  It is believed that the neolithic people practised a so called excarnation in regards to their dead.  Where they left the bodies out to rid the body of flesh and when it had decayed they placed the bones in the tomb.  Not a very nice thing to think about but to each their own.  We decided to go home for a short lunch before heading into Kirkwall to do some shopping.  When we came to Kirkwall we hit the stores but unfortunately I couldn‘t find anything nice to buy not for anyone I knew or even myself.  I went home empty handed and very disappointed.  We spent the evening watching Mock the week and I spoke to mom for a few minutes before we turned in for the night. 

June 20th 2008, Friday  ,Catriona‘s Birthday‘ 

We woke up really early today because we were going on a ferry to Rousay and had to be there before eleven.  We wished Catriona a happy birthday but I was saving the birthday present for tonight so she just had to wait for it, hehehe.  Sandra on the other hand gave her half of her present but the other half was going to have to wait until we came back to Glasgow as they didn‘t have what Sandra had intended to buy for Catriona unfortunately.  It was really not a very nice day to travel to Rousay but since we had already booked and there were sites there that we wanted to take a look at so we went nonetheless.It was a tiny ferry, so tiny, we had to back up onto the deck and stay there for the remainder of the journey as it was so tight all around us that we couldn‘t even open the car doors.  It only took about 20 minutes to cross over to Rousay and we were quite thankful when we were back on terra firma.  Be began visiting the chambered cairns of Taversöe Tuick and the Blackhammer cairn before giving up before the elements and seeking shelter at the Taversöe Hotel for lunch.  The rain-ponchoes from Historic Scotland really came in handy here but it didn‘t completely shelter us from the rain or the wind so we were very happy to be inside for a while and dry out before heading back out into the unknown.  Next on the map was Midhowe chambered cairn and broch.  When we arrived I saw that it was going to be a downward walk to the shore and my shoes were definitely not up to it so I was left behind in the car while the girls absconded down to the broch and cairn.  I really wished I could have gone there but there was no way with my shoes and the condition my knee was in at that moment.  So I sat behind bored trying to see if I could catch a glimpse of them every so often scampering about the sites.  Thankfully the chamberd cairn was inside a building that had been erected over it to protect it from the elements so they got a bit of a respite from the weather.  They then came back to the car nearly drowned on the way but very happy to have been down there to see it.  I kind of envy them, but when they came back they told me that it was a bit of a climb and I knew that that I had done the right thing and stayed behind.  Again we sought shelter at the hotel for a while before one last trip out and this took us right around the whole of the island, and we figured out that you can basically travel around the island in about half an hours time, it really isn‘t big.  On the way we passed a lake where there were some crannocks, which are basically iron-age settlements made on a man made islands in the lochs, but we couldn‘t go any nearer to see them more up close so we only snapped a few photos of them before heading back to the ferry.  The ferry wasn‘t there yet, so we popped into a small cafe where we got a delicious scone with butter and jam before heading home on the ferry again.  Stopped in Kirkwall on the way home to grab some stuff and then headed home to cook some potatoe wedges and watched some tv as well.  Then we went to sleep, our final night at the chalet before heading home tomorrow.  

June 21st 2008, Saturday 

Woke up at 7:30 to finish packing and tidy up the chalet before we left around ten.  But we weren‘t ready to go home yet, the ferry didn‘t leave until six so we headed towards Minehowe but were a bit too early as it didn‘t open up until elleven so we popped into Kirkwall for a few seconds where I actually managed to make my first kill so to speak ... I bouth a bracelet from Ortak!  We then headed back towards Minehowe, it‘s a much smaller site than the others we took a peek at, it is basically only one chamber about 30 feet down.  We were handed some wind-up flashlights and hard-hats because the only way to get down there is to go backwards as it is a very narrow passage.  There is a real mistery as to what Minehowe is, it dates somwhere between 1000 – 3000 years ago but well worth it to see even though you don‘t really see much at all when you get to the bottom as it is only about 2-3 meters in diameter when you get down there.  Which is why only two people can go down at once.  Sandra of course was the guinea pig and went first, then I descended and boy it was a tight squeeze sometimes.  When I made it up, Catriona decided to have a go as well and she was very happy in the end of having gone down as well.  Now we had done all the major sites we had planned to take a look at only a few smaller ones left that we were saving for this day really.  It was the Unstan cairn near Maeshowe and the Barnhouse near the Stones of Stenness which coincided nicely with the start of the St. Magnus festival in Orkney.  So we went first to Unstan, which as so many of the historical sites in Orkney was on a private land but they had made it so that visitors were able to get to it without playing havock with the livestock or the land.  The builders had obviously met up with some gruesome vikings so they made sure that it wasn‘t not accessible to tall people.  I basically got stuck in it so I didn‘t go in.  Whenever I tried to maneuover my body in, my shoulderblades got caught up in the ceiling and I couldn‘t move my legs back or forth so there was no way.  The girls made it in though, I guess a few cm do matter when building a cairn, they took some photos and I got to appreciate it from them instead.We then went over to the Barnhouse and took some photos, the Barnhouse is basically a iron age village recently excavated and very nicely situated between the Rings of Brodgar and Maeshowe.Since we thought that the musical performance was supposed to take place at the Ring of Brodgar we hurried in our car there to see if we could get a good spot to park and then waited for the people to arrive.  They never came, we walked up to the ring and saw then that the gathering seemed to be at the Stones of Stenness ... basically where we had been parked a few minutes before so we hurried back and thankfully found a place to park.  I must say I was expecting something a bit more than what we actually got.  A woman playing the violin and a man beating a drum were playing reels and other country-folk music before the kids joined the woman.  Not really my cup of tea regarding music, especially since they had been hyping it up a bit, saying that the stones provided great acoustics which in fact they didn‘t do at all.Well, in the end we had to leave, I was able to pop into the shop near Maeshowe to pick up some monkshaped book ends and then it was on to the ferry.It was a much smoother ride home this time around and I didn‘t get sick at all although Sandra was feeling a bit green.  I climbed up to the 2nd deck and took photos like crazy all around me.  It was so much fun and so nice to feel the wind in your face while cutting across the waves.  I was having a marvelous time and didn‘t really want to go in but in the end it was either that or freeze.  Then it was only about ten minutes until we docked so it was ok.We headed straight for John O‘Groats before going to the youth hostel because we wanted to take a photo of us by the Last House in Scotland before retiring for the night.  We got to stay in the hostel room alone for the night which was nice as it means more duvets to go around.  These rooms are usually made up for six so, it was two duvets a person, which meant a warm night!  

June 22nd 2008, Sunday 

Today we basically didn‘t do much else but drive straight home.  It was a rotten day, rain pelting on our window as we drove down to Glasgow.  After about two hours of driving we stopped at a hotel to get something to eat and drink and straighten out a bit before heading off.  Thankfully we had David Tennant reading Dr. Who for us so we weren‘t bored on the way.  Stopped in Wick to pick up some petrol and then headed to Portmahomack, an archaeology site of a recently excavated picitsh monastery.  We got to see what they found and how the excavation progressed but we were unable to see the site itself and most of the things that were on display were replicas of what had been found, but it was still nice to see it even though we were a bit disappointed.   We stopped at a hotel for lunch, where I had a very nice beef stake with potatoes and vegtables and sauce, all very nice. Next we stopped for a few minutes in Inverness to pick up another audio book with David Tennant before heading off.  Around six we were getting a bit hungry and wanted to stop somewhere for food but since it was Sunday not many places stayed open so we were unable to find any place until we were basically at the outskirts of Glasgow and then we just decided to hightail it home and get food later.  So we finally arrived in Glasgow around eight in the evening, very sad that the holiday was over but also very happy of having gone and we really enjoyed ourselves the whole time.  It was really one of the hightlights of the year for me and I couldn‘t have done it with a better company as the quote book is a good testament to! 


Fyrirlesturinn mikli, flutningar og Orkney

Jæja, komin tími á smá uppfærslu.  Það er nefnilega alveg ástæða fyrir því að ég hef ekki litið hérna inn í há herrans tíð.  Það er vegna þess að ég er búin að standa á haus.  Síðast þegar ég lét heyra í mér voru tvö tölvuvesen búin að poppa upp hjá mér.  Liggur við að deginum eftir dundi á þriðja áfallið í sambandi við tölvuna og verður að segjast að það er of grátlegt að fara í það hér.  Ég get þó sagt að það reddaðist á endanum og ég tapaði ekki ritgerðinni minni.  Bara til að koma í veg fyrir misskilning, þá var ég búin að gera backup af ritgerðinni, en þar sem ég var að vinna í henni þegar ósköpin dundu yfir og var þá ekki búin að backup nýjasta fælinn þá var mér ekki skemmt.  Eigum við ekki bara að segja það að ég er alveg óskaplega heppin þegar kemur að fjölskyldu og bróðir minn er hinn mesti kraftaverkasmiður sem ég veit.  Þannig að þetta blessaðist á endanum og ég gat skilað ritgerðinni, fjórum dögum eftir upprunalegan skilafrest en kennarinn sklildi vel vandann sem ég hafði lent í og ofan á að standa í öllu þessu tölvuveseni þá var ég orðin veik í þokkabót.  Hvað meira gat farið úrskeðis. 

Þegar ég var búin að skila ritgerðinni tók fyrirlesturinn mikli við og þeytti ég fram úr erminni 20 mínútna fyrirlestri á fjórum dögum og næstu þrír dagarnir fóru í að æfa og æfa og æfa.  Við vorum að æfa fyrirlesturinn, æfa power-point sýninguna, æfa tímann og að snurfsa og fixa textann þar sem við átti og mátti.  Svo rann dagurinn sjálfur upp í gær.  Við stelpurnar hittumst uppi í skóla klukkan tólf og fórum einn gang í æfingu og fórum svo og fengum okkur að borða, komum svo aftur og fórum í gegnum allt aftur.  Klukkan þrjú fórum við og hittum Anne til að róa okkur niður og það var æðislegt að hitta hana aftur og við höfðum það rosalega fínt á meðan við biðum eftir að stundin rynni upp.  Þegar klukkan var að ganga fimm hröðuðum við okkur yfir í 9 University Gardens til að koma okkur fyrir og ganga frá handouts fyrir fólkið.  Þá dundu ósköpin yfir og aumingja Anne var send á harðaspani upp í bókasafn að ljósrita þar sem ljósritunarvélin hjá þeim bilaði náttúrulega á besta tíma.  Þangað til korter yfir fimm voru fáir mættir og ég var bara orðin vongóð að enginn myndi mæta.  En nei nei, það var sko ekki.  Sextán mínútum yfir fimm þá kom bara öll hersingin eins og hún lagði sig liggur við.  Reyndar vorum við svo heppnar að nokkrir sáu sér ekki fært að koma en þeir voru líka svo elskulegir að láta okkur vita.  En okkur leið samt eins og verið væri að færa okkur í gapastokkinn og þaðan yfir að gálganum, en við því var ekkert að gera.  Við fengum okkur sæti í þeirri röð sem við mundum flytja fyrirlestrana.  Catriona fyrst, næst ég og svo Sandra síðust.  Það mættu um tuttugu manns, þar af tveir kennara sem voru að meta okkur.  Flestir sem mættu voru sérfræðingar á einhverju af því sviði sem við vorum að fjalla um, nema reyndar var Sandra heppnust því að hvorki Steven Driscoll eða Kathryn Forsyth mættu og eru þau sem vita mest á hennar sviði í sambandi við rúnalestur (bæði ogham (írsk) og futþark (norsk)).  Catriona var að fjalla um St. Serf og kirkju sambönd (bæði í sambandi við kraftaverkasögur og staðarnöfn) og hafði mestar áhyggjur af hvers konar spurningar hún fengi, sérstaklega þar sem Dauvit Broun er sérfræðingur í charters og svo er kirkju sambönd og staðarnöfn áhugamál hjá Thomas Clancy.  Svo var það ég, ég var að bera saman Írsk og Íslensk miðaldarlög og þar þurfti ég að passa mig á Bronagh Ní Chonaill og Thomas Clancy og fleirum sem hafa lagt stund á írsk miðaldarfræði.  En þetta gekk sem betur fer allt saman vel og við lifðum þetta af.  Flestir voru með mjög svo þægilegar spurningar og alls ekki nasty, sem við höfðum verið hvað mest hræddar um.

 Við þurftum svo að blanda geði við fólk eftir allt saman og fórum yfir í post-grad klúbbinn og komum okkur fyrir á einu borðinu þar og settumst niður.  Okkur var boðið drykkur og annað og fengum við okkur ýmsit te eða vín eða hvað annað sem okkur langaði í.  Svo fengum við okkur líka að borða sem er allt af mjög gott þegar maður er búinn að leggja hart að sér.  Nokkrir af kennurunum okkar og aðrir sem höfðu komið á fyrirlesturinn komu með okkur yfir og fengu sér snarl með okkur á meðan við kjöftuðum saman um dagin og veginn og það sem fram kom í fyrirlestrunum okkar.  Ég kom ekki heim fyrr en um tíu um kvöldið og ég get alveg sagt það að ég átti í mestu vandræðum meira að segja að tjá mig á íslensku.  Þannig að ég var fegin þegar ég loksins sofnaði. 

 Jamm, en sagan er ekki búin ennþá.  Í dag var svo flutningurinn mikli.  Það er verið að flytja mig um íbúð í sumar af því að þeir eru að fara að gera þessa blokk upp, reyndar er ég viss um það að það verður lítið gert, því að þótt að Bretar segi að þeir ætli að gera eitthvað á tilteknum tíma, gengur það venjulega ekki upp.  En þar sem ég er að fara til Orkneyja á morgun þá varð ég bókstaflega að flytja í dag.  Fyrst í morgun þurfti ég nú reyndar að kvarta við húsnæðisskrifstofuna þar sem að baðgólfið var allt svart í myglu og sturtuhengið er viðjóður.  Þannig að það fyrsta sem ég þarf að gera þegar ég kem heim frá Orkney er að þrífa!  Viðbjóður.  Talaði við þau og þau sendu fólk til að þrífa betur og það er aðeins skárra en samt ekki og ég mun þurfa að þrífa.  Samt hálf ömurlegt að þetta sé ekki gert betur og að halda að fólk láti bjóða sér svona.f

Ég þurfti reyndar líka að mæta í tíma í dag og þegar við vorum búin þar þá fórum við Catriona heim til mín til að pakka og færa hlutina yfir í nýja herbergið.  Stuttu seinna kom Sandra svo og við héldum áfram, vorum beinlínis þrjár að pakka og færa hlutina yfir í herbergið mitt í fimm tíma.   Við pöntuðum svo indverskan mat og eftir það fóru þær frá mér dauð uppgefnar og eiga sjálfar enn eftir að pakka fyrir Orkney.

En já góðu fréttirnar eru að við erum á leiðinni til Orkney í fyrramálið.  Slæmu fréttirnar eru að við erum að leggja af stað klukkan hálf átta frá mér, sem þýðir að ég þarf að vakna fyrir klukkan sjö til að ganga frá síðusta dótinu mínu hérna.  En okkur hlakkar rosalega til ferðarinnar og eigum eftir að eiga æðislega skemmtilegar stundir framundar.  Þannig að ekki búast endilega við neinum færslum næstu tíu dagana, ef ég get mun ég reyna að henda inn einhverju áhugaverðu.  Þetta verður nefnilega nördarferð dauðans, þar sem við ætlum bókstaflega að stoppa og skoða næstum hvaða rústir sem eru og verða á vegi okkar.  So fun.  En ég ætla að fara að klára að gera mig tilbúna fyrir ferðina á morgun og ganga frá herberginu.  Langar svo virkilega ekki að fara úr mínu fína og fallega herbergi yfir í þetta ljóta dót þarna hinu megin, langar helst að gráta bara.  Herbergið mitt er nefnilega hreint!!!!!  Og ég er búin að vera hérna í fimm ár og búin að eiga heima hérna líka.  Þannig að ég er bara ekki sátt.  En er hætt að hugsa um það í bili vð sjáum hvernig gengur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband